Jimmy Jernigan er fæddur og uppalinn í Flórída. Þar er snjórinn ekki að flækjast fyrir mönnum. Hann hefur heldur ekki notið þess munaðar að ferðast mikið í lífinu.
Eftir æfingu síðasta miðvikudag fór Jernigan að leika sér í snjónum. Hamingjubrosið leyndi sér ekki. Á meðan hann var að búa til snjókall var liðið aftur byrjað að funda.
Hann hljóp síðan á fundinn er hann mundi allt í einu eftir fundinum. Þjálfarinn hans, John Harbaugh, var ekki reiður.
„Þetta er allt í góðu. Það er fyrir öllu að hann skemmti sér. Það var skemmtilegt að sjá hann njóta sín í snjónum. Hann var eins og lítið barn," sagði Harbaugh brosandi.