„Þetta er mikill heiður. Þetta hlýtur að þýða að ég sendi boltann meira en fólk segir," sagði Kobe Bryant sposkur við blaðamenn eftir leikinn.
Kobe Bryant var fengin til að bera saman þessa tvo tölfræðiþætti: „Þú stjórnar öðru miklu meira en hinu. Ég er meira fyrir það sem ég get stjórnað. Maður nýtur þess þó meira að gefa stoðsendingarnar því þær þýða að liðfélagi þinn fær sjálfstraust og kemst meira inn í leikinn," sagði Kobe Bryant.
Kobe Bryant er orðinn 36 ára gamall og er á sínu 19. tímabili í NBA-deildinni. Hann er í fjórða sæti yfir flest stig og er nú kominn upp í 31. sæti á stoðsendingalistanum.