Fyrsti Þjóðverjinn sem skorar í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 17:30 Markus Kuhn var ánægður með snertimarkið. Vísir/Getty Varnartröllið Markus Kuhn skráði nafn sitt í sögubækurnar í NFL-deildinni með því að verða fyrsti Þjóðverjinn sem skorar snertimark í deildinni. Kuhn er 28 ára varnarmaður sem skoraði fyrir lið sitt, New York Giants, í leik gegn Tennessee Titans í gærkvöldi. Giants vann stórsigur, 36-7. Kuhn var fljótur að átta sig eftir að Zach Mettenberger, leikstjórnandi Titans, missti boltann þegar hann ætlaði að kasta honum frá sér. Kuhn hirti boltann og skoraði sitt fyrsta snertimark á ferlinum. „Ég náði í boltann og hugsaði bara „vá - ég verð að hlaupa“. Þetta var fyrsta snertimarkið mitt í Bandaríkjunum - ég skoraði aldrei í háskóla,“ sagði Kuhn. Kuhn var fjórtán ára þegar hann mætti á sína fyrstu ruðningsæfingu í Þýskalandi. Hann byrjaði að spila með Weinheim Longhorns í þýsku deildinni þar sem hann vakti eftirtekt háskólaliða í Bandaríkjunum. Hann hélt svo vestur um haf árið 2007 og spilaði í fögur ár með North Carolina State, áður en hann var valinn af Giants í nýliðavalinu árið 2012. Nokkrir erlendir leikmenn spila í NFL-deildinni og í gegnum tíðina hafa nokkrir Þjóðverjar komist í lið - flestir sparkarar eða varnarmenn og fengu því sjaldnast tækifæri til að skora snertimark líkt og Kuhn gerði um helgina.Always dreamed of doing that one day! #unbelievable #giants #touchdown http://t.co/tW80lfCc38— Markus Kuhn (@themarkuskuhn) December 8, 2014 NFL Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
Varnartröllið Markus Kuhn skráði nafn sitt í sögubækurnar í NFL-deildinni með því að verða fyrsti Þjóðverjinn sem skorar snertimark í deildinni. Kuhn er 28 ára varnarmaður sem skoraði fyrir lið sitt, New York Giants, í leik gegn Tennessee Titans í gærkvöldi. Giants vann stórsigur, 36-7. Kuhn var fljótur að átta sig eftir að Zach Mettenberger, leikstjórnandi Titans, missti boltann þegar hann ætlaði að kasta honum frá sér. Kuhn hirti boltann og skoraði sitt fyrsta snertimark á ferlinum. „Ég náði í boltann og hugsaði bara „vá - ég verð að hlaupa“. Þetta var fyrsta snertimarkið mitt í Bandaríkjunum - ég skoraði aldrei í háskóla,“ sagði Kuhn. Kuhn var fjórtán ára þegar hann mætti á sína fyrstu ruðningsæfingu í Þýskalandi. Hann byrjaði að spila með Weinheim Longhorns í þýsku deildinni þar sem hann vakti eftirtekt háskólaliða í Bandaríkjunum. Hann hélt svo vestur um haf árið 2007 og spilaði í fögur ár með North Carolina State, áður en hann var valinn af Giants í nýliðavalinu árið 2012. Nokkrir erlendir leikmenn spila í NFL-deildinni og í gegnum tíðina hafa nokkrir Þjóðverjar komist í lið - flestir sparkarar eða varnarmenn og fengu því sjaldnast tækifæri til að skora snertimark líkt og Kuhn gerði um helgina.Always dreamed of doing that one day! #unbelievable #giants #touchdown http://t.co/tW80lfCc38— Markus Kuhn (@themarkuskuhn) December 8, 2014
NFL Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira