Innlent

Ófært um Hellisheiði en opið um Þrengsli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en flughálka og óveður á norðaustur horni landsins. Ófært er á Sandvíkurheiði.
Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en flughálka og óveður á norðaustur horni landsins. Ófært er á Sandvíkurheiði. Vísir/Anton
Ófært er um Hellisheiði en búið að opna um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði og þæfingsfærð á Svínadal en unnið að hreinsun.

Hálka eða snjóþekja er á Vestfjörðum en ófært á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán  en unnið að hreinsun. Þæfingsfærð er á Gemlufallsheiði og í Súgandafirði. Verið er að kanna færð í Ísafjarðardjúpi en þæfingur er Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja á Þröskuldum.

Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en flughálka og óveður á norðaustur horni landsins. Ófært er á Sandvíkurheiði.

Ófært er víða á fjallvegum á Austurlandi en unnið að hreinsun. Hálka eða hálkublettir eru á láglendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×