NBA í nótt: Tveir í röð hjá LeBron og Cavs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 07:30 LeBron James og Dion Waiters. Vísir/Getty Þetta lítur aðeins betur út hjá LeBron James og liðsfélögum hans í Cleveland Cavaliers eftir annan sannfærandi sigur liðsins í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Portland Trail Blazers (9 sigrar í röð), Golden State Warroirs (7 sigrar í röð), Toronto Raptors (6 sigrar í röð) og San Antonio Spurs (5 sigrar í röð) héldu öll sigurgöngunni áfram en fimm leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í nótt.LeBron James vantaði bara tvær stoðsendingar í þrennuna þegar Clevaland Cavaliers vann 113-87 sigur á Washington Wizards aðeins fimm dögum eftir vandræðalegt tap á móti Töframönnunum. LeBron James var með 29 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar á 36 mínútum í öðrum sigurleik Cavs í röð. Kevin Love skoraði 21 stig og Kyrie Irving var með 18 stig. Rasual Butler skoraði 23 stig fyrir Wizards.Manu Ginobili skoraði 28 stig þegar San Antonio Spurs vann 106-100 sigur á Indiana Pacers en liðið vann án þjálfarans Gregg Popovich sem var að jafna sig eftir litla aðgerð. Ettore Messina stýrði liðinu í fjarveru Popovich. Ginobili spilaði á sínum tíma undir stjórn Messina hjá Bologna á Ítalíu og var í miklu stuði í nótt. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir Spurs og Kawhi Leonard var með 21 stig og 13 fráköst í þessum fimmta sigri Spurs-liðsins í röð.Stephen Curry skoraði 28 stig (sex þriggja stiga körfur) þegar Golden State Warriors fagnaði sínum sjöunda sigri í röð eftir 111-96 útisigur á Orlando Magic. Curry spilaði ekkert í fjórða leikhlutanum en Harrison Barnes var næststigahæstur hjá Golden State með 16 stig.Tyson Chandler var með 17 stig og 25 fráköst í 109-102 sigri Dallas Mavericks í framlengingu á móti hans gömlu félögum í New York Knicks. Knicks-liðið lék án Carmelo Anthony í leiknum en J.R. Smith tryggði liðinu framlengingu 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir New York en öll stig hans komu úr þriggja stiga skotum.Wesley Matthews var með 28 stig þegar Portland Trail Blazers vann sinn níunda sigur í röð með því að leggja Charlotte að velli, 105-97. Matthews hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Damian Lillard var með 22 stig og Robin Lopez bætti við 15 stigum og 10 fráköstum. Brian Roberts skoraði mest fyrir Charlotte eða 24 stig. Reggie Jackson skoraði 22 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem endaði sex leikja taphrinu með 97-92 heimasigri á Utah Jazz. Gordon Hayward skoraði 24 stig fyrir Utah sem tapaði sínum fjórða leik í röð.Gerald Green var með 24 stig fyrir Phoenix og Eric Bledsoe bætti við 20 stigum þegar Phoenix Suns endaði fimm leikja sigurgöngu Denver Nuggets með því að vinna Denver-liðið 120-112 í nótt. Rússinn Timofey Mozgov var með 18 stig og 13 fráköst fyrir Denver og Ty Lawson skoraði 17 stig og gaf 12 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 97-105 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 113-87 Orlando Magic - Golden State Warriors 96-111 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 91-99 Dallas Mavericks - New York Knicks 109-102 (framlenging) Atlanta Hawks - Toronto Raptors 115-126 Detroit Pistons - Los Anegels Clippers 98-104 Houston Rockets - Sacramento Kings 102-89 Minnesota Timberwolves - Milwaukee Bucks 86-103 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 97-82 San Antonio Spurs - Indiana Pacers 106-100 Phoenix Suns - Denver Nuggets 120-112 Los Anegels Lakers - Memphis Grizzlies 93-99 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
Þetta lítur aðeins betur út hjá LeBron James og liðsfélögum hans í Cleveland Cavaliers eftir annan sannfærandi sigur liðsins í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Portland Trail Blazers (9 sigrar í röð), Golden State Warroirs (7 sigrar í röð), Toronto Raptors (6 sigrar í röð) og San Antonio Spurs (5 sigrar í röð) héldu öll sigurgöngunni áfram en fimm leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í nótt.LeBron James vantaði bara tvær stoðsendingar í þrennuna þegar Clevaland Cavaliers vann 113-87 sigur á Washington Wizards aðeins fimm dögum eftir vandræðalegt tap á móti Töframönnunum. LeBron James var með 29 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar á 36 mínútum í öðrum sigurleik Cavs í röð. Kevin Love skoraði 21 stig og Kyrie Irving var með 18 stig. Rasual Butler skoraði 23 stig fyrir Wizards.Manu Ginobili skoraði 28 stig þegar San Antonio Spurs vann 106-100 sigur á Indiana Pacers en liðið vann án þjálfarans Gregg Popovich sem var að jafna sig eftir litla aðgerð. Ettore Messina stýrði liðinu í fjarveru Popovich. Ginobili spilaði á sínum tíma undir stjórn Messina hjá Bologna á Ítalíu og var í miklu stuði í nótt. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir Spurs og Kawhi Leonard var með 21 stig og 13 fráköst í þessum fimmta sigri Spurs-liðsins í röð.Stephen Curry skoraði 28 stig (sex þriggja stiga körfur) þegar Golden State Warriors fagnaði sínum sjöunda sigri í röð eftir 111-96 útisigur á Orlando Magic. Curry spilaði ekkert í fjórða leikhlutanum en Harrison Barnes var næststigahæstur hjá Golden State með 16 stig.Tyson Chandler var með 17 stig og 25 fráköst í 109-102 sigri Dallas Mavericks í framlengingu á móti hans gömlu félögum í New York Knicks. Knicks-liðið lék án Carmelo Anthony í leiknum en J.R. Smith tryggði liðinu framlengingu 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir New York en öll stig hans komu úr þriggja stiga skotum.Wesley Matthews var með 28 stig þegar Portland Trail Blazers vann sinn níunda sigur í röð með því að leggja Charlotte að velli, 105-97. Matthews hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Damian Lillard var með 22 stig og Robin Lopez bætti við 15 stigum og 10 fráköstum. Brian Roberts skoraði mest fyrir Charlotte eða 24 stig. Reggie Jackson skoraði 22 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem endaði sex leikja taphrinu með 97-92 heimasigri á Utah Jazz. Gordon Hayward skoraði 24 stig fyrir Utah sem tapaði sínum fjórða leik í röð.Gerald Green var með 24 stig fyrir Phoenix og Eric Bledsoe bætti við 20 stigum þegar Phoenix Suns endaði fimm leikja sigurgöngu Denver Nuggets með því að vinna Denver-liðið 120-112 í nótt. Rússinn Timofey Mozgov var með 18 stig og 13 fráköst fyrir Denver og Ty Lawson skoraði 17 stig og gaf 12 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 97-105 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 113-87 Orlando Magic - Golden State Warriors 96-111 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 91-99 Dallas Mavericks - New York Knicks 109-102 (framlenging) Atlanta Hawks - Toronto Raptors 115-126 Detroit Pistons - Los Anegels Clippers 98-104 Houston Rockets - Sacramento Kings 102-89 Minnesota Timberwolves - Milwaukee Bucks 86-103 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 97-82 San Antonio Spurs - Indiana Pacers 106-100 Phoenix Suns - Denver Nuggets 120-112 Los Anegels Lakers - Memphis Grizzlies 93-99 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira