Brady hafði betur gegn Manning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2014 08:21 Vísir/Getty Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5 NFL Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5
NFL Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira