Innlent

Tæplega 1,4 milljarður veittur í afslátt af sérstökum veiðigjöldum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sérstaka veiðigjaldi hefði skilað rúmum sex milljörðum hefði ekki verið veittur afsláttur af þeim.
Sérstaka veiðigjaldi hefði skilað rúmum sex milljörðum hefði ekki verið veittur afsláttur af þeim. Vísir / Stefán
Rúmir níu milljarðar innheimtust í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld fiskveiðiárið 2013-2014. Alls fengust tæplega 1,4 milljarðar í afslátt vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt bráðabirgðarákvæðis í lögum um fiskveiðiárið. Þetta kemur fram í svörum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingarinnar.

Almenna veiðigjaldi skilaði 4,4 milljörðum króna á meðan það sérstaka átti að skila 6,1 milljarði. Vegna frádráttarins skilaði sérstaka veiðigjaldið hinsvegar 4,8 milljörðum króna.

Gögnin í svari Sigurðar Inga eru sundurgreind eftir hvar á landinu greiðendur veiðigjaldanna eru. Samkvæmt þeim voru hæstu veiðigjöldin greidd af aðilum í Reykjavík, eða sem námu 2,2 milljörðum króna. Næst á listanum koma greiðendur í Vestmannaeyjum sem borguðu 1,7 milljarða í veiðigjöld og svo greiðendur á Akureyri, sem greiddu rétt rúman milljarð.

Mestan afslátt fengu hinsvegar aðilar í Grindavík sem fengu tæplega 350 milljóna króna lækkun á sérstökum veiðigjöldum sem þeir áttu að greiða. Greiðendur á Siglufirði fengu 124 milljóna króna afslátt, greiðendur á Hellissandi fengu 112 milljóna afslátt og greiðendur í Hnífsdal 103 milljóna afslátt. Aðrir fengu undir hundrað milljónir í afslátt en alls fengu aðilar í 36 stöðum á landinu afslátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×