Hinn 49 ára gamli Hopkins laminn í klessu í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2014 11:45 Vísir/Getty Bernard Hopkins (49 ára að verða 50 ára) er elsti handhafi heimsmeistaratitils í boxi en í nótt missti hann tvo heimsmeistaratitla í léttþungavigt til Sergej Kovalev í beinni á Stöð 2 Sport. Sergej Kovalev er átján árum yngri en Hopkins og vann einróma sigur en gamli karlinn hélt þó út í tólf lotur. Kovalev lamdi Hopkins niður í fyrstu lotu og fór illa með andstæðinginn sinn sérstaklega í tólftu og síðustu lotunni sem má sjá hér fyrir neðan. Kovalev hefur ekki tapað í hringnum og 23 af 26 bardögum hans hafa endað með rothöggi. Eftir sigurinn í nótt er hann nú handhafi þriggja heimsmeistaratitla í léttþungavigt. Rússinn tók IBF og WBA titlana af Hopkins og var handhafi WBO-titilsins. „Ég vildi sýna aðdáendum mínum að ég kynni að voxa og ég gerði það," sagði Sergej Kovalev eftir bardagann. „Ég reyndi að rota hann í tólftu lotunni en hann varðist frábærlega. Hann er besti boxarinn í mínum flokki," bætti Kovalev við. Kovalev náði 38 höggum á Hopkins í lokalotunni sem má eins og áður sagði sjá hér fyrir neðan. Bernard Hopkins, sem er algjör goðsögn í boxheiminum, er í mögnuðu formi þrátt fyrir að vera að detta í fimmtugt strax eftir áramótin. Hopkins átti þó engin svör í nótt og þetta er líklega síðasti bardaginn hans á ferlinum. Hopkins var dæmdur í fangelsi 17 ára gamall og lærði að boxa í steinunum. Hann kom út fimm árum síðar og fór fljótlega að berjast í hringnum. Árið 2009 varð hann fyrsti boxarinn til að vinna beltin hjá öllum stóru samböndunum, IBF, WBA, WBO og WBC. Hopkins bætti tvisvar sinnum metið yfir elsta heimsmeistaranna, fyrst þegar hann var 46 ára árið 2011 og svo aftur tveimur árum síðar.Tólfta og síðasta lotan í bardaga Kovalev og Hopkins í nótt. (Henry Birgir Gunnarsson lýsir) Box Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Bernard Hopkins (49 ára að verða 50 ára) er elsti handhafi heimsmeistaratitils í boxi en í nótt missti hann tvo heimsmeistaratitla í léttþungavigt til Sergej Kovalev í beinni á Stöð 2 Sport. Sergej Kovalev er átján árum yngri en Hopkins og vann einróma sigur en gamli karlinn hélt þó út í tólf lotur. Kovalev lamdi Hopkins niður í fyrstu lotu og fór illa með andstæðinginn sinn sérstaklega í tólftu og síðustu lotunni sem má sjá hér fyrir neðan. Kovalev hefur ekki tapað í hringnum og 23 af 26 bardögum hans hafa endað með rothöggi. Eftir sigurinn í nótt er hann nú handhafi þriggja heimsmeistaratitla í léttþungavigt. Rússinn tók IBF og WBA titlana af Hopkins og var handhafi WBO-titilsins. „Ég vildi sýna aðdáendum mínum að ég kynni að voxa og ég gerði það," sagði Sergej Kovalev eftir bardagann. „Ég reyndi að rota hann í tólftu lotunni en hann varðist frábærlega. Hann er besti boxarinn í mínum flokki," bætti Kovalev við. Kovalev náði 38 höggum á Hopkins í lokalotunni sem má eins og áður sagði sjá hér fyrir neðan. Bernard Hopkins, sem er algjör goðsögn í boxheiminum, er í mögnuðu formi þrátt fyrir að vera að detta í fimmtugt strax eftir áramótin. Hopkins átti þó engin svör í nótt og þetta er líklega síðasti bardaginn hans á ferlinum. Hopkins var dæmdur í fangelsi 17 ára gamall og lærði að boxa í steinunum. Hann kom út fimm árum síðar og fór fljótlega að berjast í hringnum. Árið 2009 varð hann fyrsti boxarinn til að vinna beltin hjá öllum stóru samböndunum, IBF, WBA, WBO og WBC. Hopkins bætti tvisvar sinnum metið yfir elsta heimsmeistaranna, fyrst þegar hann var 46 ára árið 2011 og svo aftur tveimur árum síðar.Tólfta og síðasta lotan í bardaga Kovalev og Hopkins í nótt. (Henry Birgir Gunnarsson lýsir)
Box Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira