Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. október 2014 07:00 Hræðsla hefur gripið um sig víða vegna ebóluveirunnar en hún hefur nær eingöngu greinst í nokkrum ríkjum í Vestur-Afríku. Vísir / AFP Samtökin Læknar án landamæra segir að ákvörðun nokkurra ríkja í Bandaríkjunum um að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem starfað hafa í Vestur-Afríkuríkjum þar sem ebólufaraldur hefur geisað til að vera í sóttkví eftir komu sína aftur til landsins sé farin að hafa áhrif á starf þeirra. Fréttastofa Reuters greindi frá því á fimmtudag að stjórnendur Lækna án landamæra væru nú að skoða hvort hætta þurfi verkefnum sem samtökin hafa sinnt á svæðinu. Bandarískur læknir sem starfaði á vegum samtakanna var lagður inn á sjúkrahús í New York-borg í síðustu viku eftir að hafa greinst með ebólu. Í kjölfar þess ákváðu nokkur ríki að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem unnið hafa með ebólusmituðum að fara í sóttkví. Framkvæmdastjóri samtakanna, Sophie Delaunay, segir í skriflegu svari til Reuters að dæmi séu um að læknar hafi frestað heimkomu sinni til Bandaríkjanna og ákveðið að dvelja þess í stað í Evrópu í 21 dag en það er hámarkstími sem liðið getur frá smiti þar til að einkenni koma fram. Þá segir hún læknar innan samtakanna hafi fundið þrýsting frá fjölskyldum sínum að fara ekki til Afríku til að aðstoða vegna ebólufaraldursins. Ákvörðun ríkjanna um að skylda heilbrigðisstarfsmenn til að fara í sóttkví hefur verið harðlega gagnrýnd og bent á að engin vísindaleg rök séu á bakvið hana. Bannið nær yfir alla heilbrigðisstarfsmenn sem sinnt hafa störfum í ríkjum þar sem barist er við að hefta útbreiðslu veirunnar, jafnvel þó að staðfest hafi verið að viðkomandi séu ekki smitaðir af veirunni. Aðeins er vitað um eitt dæmi um að bandarískur heilbrigðisstarfsmaður hafi verið settur í sóttkví eftir að reglurnar voru settar. Það er hjúkrunarkonan Kaci Hickox en staðfest hefur verið með rannsóknum að hún er ekki smituð af veirunni. Henni hefur engu að síður verið gert að vera 21 dag í sóttkví á heimili sínu. Hickox hefur virt þessa kröfu stjórnvalda að vettugi og fór hún í hjólatúr í gær, fimmtudag. Ebóla Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Samtökin Læknar án landamæra segir að ákvörðun nokkurra ríkja í Bandaríkjunum um að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem starfað hafa í Vestur-Afríkuríkjum þar sem ebólufaraldur hefur geisað til að vera í sóttkví eftir komu sína aftur til landsins sé farin að hafa áhrif á starf þeirra. Fréttastofa Reuters greindi frá því á fimmtudag að stjórnendur Lækna án landamæra væru nú að skoða hvort hætta þurfi verkefnum sem samtökin hafa sinnt á svæðinu. Bandarískur læknir sem starfaði á vegum samtakanna var lagður inn á sjúkrahús í New York-borg í síðustu viku eftir að hafa greinst með ebólu. Í kjölfar þess ákváðu nokkur ríki að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem unnið hafa með ebólusmituðum að fara í sóttkví. Framkvæmdastjóri samtakanna, Sophie Delaunay, segir í skriflegu svari til Reuters að dæmi séu um að læknar hafi frestað heimkomu sinni til Bandaríkjanna og ákveðið að dvelja þess í stað í Evrópu í 21 dag en það er hámarkstími sem liðið getur frá smiti þar til að einkenni koma fram. Þá segir hún læknar innan samtakanna hafi fundið þrýsting frá fjölskyldum sínum að fara ekki til Afríku til að aðstoða vegna ebólufaraldursins. Ákvörðun ríkjanna um að skylda heilbrigðisstarfsmenn til að fara í sóttkví hefur verið harðlega gagnrýnd og bent á að engin vísindaleg rök séu á bakvið hana. Bannið nær yfir alla heilbrigðisstarfsmenn sem sinnt hafa störfum í ríkjum þar sem barist er við að hefta útbreiðslu veirunnar, jafnvel þó að staðfest hafi verið að viðkomandi séu ekki smitaðir af veirunni. Aðeins er vitað um eitt dæmi um að bandarískur heilbrigðisstarfsmaður hafi verið settur í sóttkví eftir að reglurnar voru settar. Það er hjúkrunarkonan Kaci Hickox en staðfest hefur verið með rannsóknum að hún er ekki smituð af veirunni. Henni hefur engu að síður verið gert að vera 21 dag í sóttkví á heimili sínu. Hickox hefur virt þessa kröfu stjórnvalda að vettugi og fór hún í hjólatúr í gær, fimmtudag.
Ebóla Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira