Kanslari Þýskalands vill vernda hluta norðurslóða Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2014 19:55 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi til Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu í dag að afleiðingar hlýnandi loftslags væru augljósar á Norðurheimsskautinu. Mikilvægt væri að setja vissi svæði á Norðurslóðum undir sérstaka vernd. Fjórtán hundruð manns frá 34 löndum sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu. En forseti Íslands staðfesti í viðtali við Stöð 2 í gær að þetta verði framvegis árlegur viðburður í októbermánuði í Reykjavík. Angela Merkel kanslari Þýskalands ávarpaði samkomuna í morgun. Þýskalandskanslari ávarpaði gesti Arctic Circle á myndbandi og sagði ráðstefnuna þegar hafa náð einu meginmarkmiða sinna sem væri að auka skilning á mikilvægi Norðurskautsins á stjórnmálasviðinu. „Norðurslóðir eru langt í frá einangrað svæði því það sem gerist þar hefur áhrif stóran hluta heimsins. Þetta þýðir að alþjóðasamfélagið ber sameiginlega ábyrgð á svæðinu hvað varðar utanríkis- og öryggismál og stefnuna í efnahags- og umhverfismálum,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Arctic Circle ráðstefnan sem stendur til sunnudags er einstakur vettvangur þar sem allir þeir sem láta sig umhverfismál varða eiga aðkomu, hvort sem það eru fulltrúar ríkja, rannsóknarstofnana, hagsmunasamtaka, vísindamanna eða einstaklingar. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem er einn aðalhvatamaðurinn að stofnun ráðstefnunnar, segir markmiðið einmitt að reyna að fá alla til að róa saman að sameiginlegu markmiði. Brýnast sé að þjóðir komi sér saman um meginreglurnar og regluverkið til að marka veginn til framtíðar. Angela Merkel tók undir þetta í sínu ávarpi og sagði jafnframt mikilvægt að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu verndar. „Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ sagði Angela Merkel kanslari Þýskalands. Hringborð norðurslóða Harpa Þýskaland Norðurslóðir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi til Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu í dag að afleiðingar hlýnandi loftslags væru augljósar á Norðurheimsskautinu. Mikilvægt væri að setja vissi svæði á Norðurslóðum undir sérstaka vernd. Fjórtán hundruð manns frá 34 löndum sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu. En forseti Íslands staðfesti í viðtali við Stöð 2 í gær að þetta verði framvegis árlegur viðburður í októbermánuði í Reykjavík. Angela Merkel kanslari Þýskalands ávarpaði samkomuna í morgun. Þýskalandskanslari ávarpaði gesti Arctic Circle á myndbandi og sagði ráðstefnuna þegar hafa náð einu meginmarkmiða sinna sem væri að auka skilning á mikilvægi Norðurskautsins á stjórnmálasviðinu. „Norðurslóðir eru langt í frá einangrað svæði því það sem gerist þar hefur áhrif stóran hluta heimsins. Þetta þýðir að alþjóðasamfélagið ber sameiginlega ábyrgð á svæðinu hvað varðar utanríkis- og öryggismál og stefnuna í efnahags- og umhverfismálum,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Arctic Circle ráðstefnan sem stendur til sunnudags er einstakur vettvangur þar sem allir þeir sem láta sig umhverfismál varða eiga aðkomu, hvort sem það eru fulltrúar ríkja, rannsóknarstofnana, hagsmunasamtaka, vísindamanna eða einstaklingar. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem er einn aðalhvatamaðurinn að stofnun ráðstefnunnar, segir markmiðið einmitt að reyna að fá alla til að róa saman að sameiginlegu markmiði. Brýnast sé að þjóðir komi sér saman um meginreglurnar og regluverkið til að marka veginn til framtíðar. Angela Merkel tók undir þetta í sínu ávarpi og sagði jafnframt mikilvægt að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu verndar. „Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ sagði Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Hringborð norðurslóða Harpa Þýskaland Norðurslóðir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira