Börnum til heilla í 25 ár Kolbrún Baldursdóttir og Erna Reynisdóttir skrifar 24. október 2014 09:00 Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun