Börnum til heilla í 25 ár Kolbrún Baldursdóttir og Erna Reynisdóttir skrifar 24. október 2014 09:00 Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun