Sport

Brjálaður fögnuður Ólympíumeistara kostaði fimm milljónir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zhang Jike, einn besti borðtenniskappi heims, bar sigur úr býtum á Liebherr World Cup-mótinu í Düsseldorf í Þýskalandi í gær.

Jike fagnaði sigrinum ógurlega enda myndarleg peningaverðlaun í boði, heilar 5,4 milljónir króna.

Kínverjinn var svo ánægður með sigurinn að hann gat ekki hamið sig. Jike sparkaði svo fast í auglýsingaskilti fyrir aftan sig að það brotnaði.

Sem refsingu fékk Jike ekki verðlaunaféð og varð því af milljónunum fimm vegna láta sinna eftir sigurinn.

„Ég biðst afsökunar á því sem ég gerði. Þetta var ekki boðleg hegðun og ég bið alla afsökunar. Ég var bara undir mikilli pressu þar sem fólk efaðist um hversu góðu standi ég er í,“ sagði Jike við heimasíðu Alþjóða borðtennissambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×