Innlent

Birta símanúmer þingmanna sem hingað til hafa farið leynt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Símanúmerin eru aðgengileg öllum á vef Alþingis.
Símanúmerin eru aðgengileg öllum á vef Alþingis. Vísir / Samsett mynd
Símanúmer þingmanna sem hingað til hafa farið leynt hafa verið birt á vefsíðu Alþingis, að því er virðist fyrir mistök. Símanúmer nokkurra ráðherra hafa nú verið birt í fyrsta sinn.

Meðal símanúmera sem nú má finna á vef þingsins eru farsímanúmer Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sem hingað til hafa ekki verið birt opinberlega.

Áhugasamir geta nú flett upp farsimanúmeri Bjarna á vef Alþingis.Vísir / Ernir
Þá eru einnig birt símanúmer Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Eyglóar Harðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra.

Fjölmargir þingmenn velja að birta símanúmer sín á vefsíðu Alþingis á meðan aðrir gera það ekki. Á listanum sem nú er í birtingu eru númer beggja hópa. 

Svo virðist sem að listinn sem birtur er á netinu í dag eigi að vera á einhverskonar innanhúsneti þingsins. Í listnum eru innanhúsnúmer þingmannanna. Neðst á síðunni er svo tengill yfir á þá upplýsingasíðu sem ætluð er almenningi undir heitinu: „Svona lítur listinn út hjá almenningi.“

Á listanum eru birt 27 símanúmer sem hingað til hafa farið leynt. 

Uppfært klukkan 16.42. Þingið hefur nú leiðrétt listann og búið að taka út þau númer sem ekki eiga að vera aðgengileg almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×