Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2014 10:00 KSÍ hefur lagt fram hugmyndir að nýjum og endurbættum Laugardalsvelli með fimmtán þúsund manna stúku og engri hlaupabraut. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Lengi hefur verið kallað eftir því úr knattspyrnuhreyfingunni að hlaupabrautin á Laugardalsvelli verði fjarlægð og nú eru hugmyndir um að byggja frekar upp áhorfendaaðstöðu á vellinum. Meðal þeirra tillagna sem liggja fyrir er yfirbyggð stúka sem nær allan hringinn í kringum völlinn auk þess sem að nú þegar liggur fyrir styrkur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Við viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lokið og undankeppni EM,“ er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.„Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bætir við að um það hafi náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna. Ekki liggur þó fyrir áætlun um neina uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Geir bendir þó á að KSÍ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum Laugardalsvallar og aðkomu áhugasamra fjárfesta sé þörf. „Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilina.“Vísir/DaníelÞórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að aðgerðirnar geti ekki farið fram án aðkomu ríkisins. Viðræður hafi hafist í fyrra og verði haldið áfram á næstu misserum. Síðla árs 2005 var undirritað samkomulag ríkisins við KSÍ um 200 milljóna styrk ríkisins við framkvæmdir á stækkun og endurbætur á eldri stúku Laugardalsvallarins þar sem einnig er nú að finna skrifstofur og fræðslusetur KSÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, sagði við það tilefni að algjört skilyrði að aðkomu ríkisins að verkefninu væri að Laugardalsvöllur yrði áfram þjóðarleikvangur bæði knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi sem og frjálsíþróttanna. Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
KSÍ hefur lagt fram hugmyndir að nýjum og endurbættum Laugardalsvelli með fimmtán þúsund manna stúku og engri hlaupabraut. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Lengi hefur verið kallað eftir því úr knattspyrnuhreyfingunni að hlaupabrautin á Laugardalsvelli verði fjarlægð og nú eru hugmyndir um að byggja frekar upp áhorfendaaðstöðu á vellinum. Meðal þeirra tillagna sem liggja fyrir er yfirbyggð stúka sem nær allan hringinn í kringum völlinn auk þess sem að nú þegar liggur fyrir styrkur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Við viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lokið og undankeppni EM,“ er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.„Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bætir við að um það hafi náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna. Ekki liggur þó fyrir áætlun um neina uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Geir bendir þó á að KSÍ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum Laugardalsvallar og aðkomu áhugasamra fjárfesta sé þörf. „Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilina.“Vísir/DaníelÞórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að aðgerðirnar geti ekki farið fram án aðkomu ríkisins. Viðræður hafi hafist í fyrra og verði haldið áfram á næstu misserum. Síðla árs 2005 var undirritað samkomulag ríkisins við KSÍ um 200 milljóna styrk ríkisins við framkvæmdir á stækkun og endurbætur á eldri stúku Laugardalsvallarins þar sem einnig er nú að finna skrifstofur og fræðslusetur KSÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, sagði við það tilefni að algjört skilyrði að aðkomu ríkisins að verkefninu væri að Laugardalsvöllur yrði áfram þjóðarleikvangur bæði knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi sem og frjálsíþróttanna.
Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn