„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2014 10:33 Listamenn virðast ekki ánægðir með reglu 14 í Eurovisionkeppninni á Íslandi. „Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll. Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll.
Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53