RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2014 15:55 Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Vísir/Stefán „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. „Öll lög verða áfram dæmd í „blindu lagavali“, þ.e. valnefnd fær aðeins dulnefni höfunda í hendur og veit því ekki deili á höfundum innsendra laga.“ Í tilkynningunni segir einnig að framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar muni eftir sem áður einsetja sér að leita leiða til að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll þegar kemur að dagskrárgerðinni í kringum Söngvakeppnina – sem sé í samræmi við yfirlýst markmið RÚV í þeim efnum. Ný regla sem RÚV setti fyrir undankeppni Eurovision hér á landi sagði að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum yrðu að vera með konu í höfundarteymi.Regla númer 14 í reglum Söngvakeppninnar segja: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll Óskar Hjálmtýsson var einn þeirra sem gagnrýndi orðalag reglunnar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl. Yfirlýsinguna má í heild sinni sjá hér: „Yfirlýsing vegna umræðu um kynjahlutföll í Söngvakeppninni á RÚV Á hverju ári eru reglur Söngvakeppninnar endurskoðaðar og uppfærðar. Það er nauðsynlegt til að bregðast við breyttum tímum, ábendingum frá fagfólki, félögum og áhorfendum, og af því að við viljum einfaldlega alltaf reyna að gera betur. Við lítum einnig til nágrannalanda okkar, en norrænu sjónvarpsstöðvarnar hafa í meginatriðum fylgst að í þróun á reglum og framkvæmd undankeppni Eurovision, þó svo að hvert land hafi sína sérstöðu. Eitt af því sem hefur verið áberandi í umræðu síðustu ára, bæði hérlendis og erlendis, er jafnrétti kynjanna í tónlistarsköpun og hvernig hægt er að rétta stöðu kvenna af í þeim efnum. Í ljósi þessarar umræðu má geta þess að af þeim 23 höfundum sem stóðu að baki þeim 10 lögum sem valin voru til þátttöku í síðustu keppni voru sjö konur, og þar af aðeins þrír lagahöfundar. Þegar kom að flytjendum fór hins vegar mjög nærri jöfnum kynjahlutföllum. Nágrannaþjóðir okkar hafa valið þá leið að setja á einhvers konar kynjakvóta sem miða að því að ákveðinn fjöldi laga þurfi að hafa kvenhöfund í höfundateymi sínu, mismikið þó eftir löndum. Með höfundateymi er átt við bæði laga- og textahöfunda sem eru oftast á bilinu einn til fjórir. Það er yfirlýst stefna RÚV að hafa sem jafnast kynjahlutfall í allri dagskrárgerð og er Söngvakeppnin ekki undanskilin þeim markmiðum. Þó er þetta vandmeðfarið þar sem um lagakeppni er að ræða, samkeppni sem efnt er til á ákveðnu sviði listsköpunar, auk þess sem lögin eru valin án þess að valnefnd fái að vita hverjir höfundar eru. Leið Svía var sérstaklega skoðuð, þar sem valnefnd fær uppgefið hvort kona sitji í höfundateymi eða ekki og hefur það til hliðsjónar þegar lögin eru valin. Eftir nánari skoðun var afráðið að fara ekki þá leið, en við vildum þó vekja athygli á mikilvægi þess að hafa fulltrúa beggja kynja í keppninni og að staða þeirra væri sem jöfnust. Málsgreinin var hins vegar óheppilega orðuð og hefði þurft að umorða hana eftir að lokaákvörðun um nálgun var tekin. Nú þegar hafa verið gerðar breytingar þar á, sem verða kynntar sérstaklega á heimasíðu keppninnar. Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt. Öll lög verða áfram dæmd í „blindu lagavali“, þ.e. valnefnd fær aðeins dulnefni höfunda í hendur og veit því ekki deili á höfundum innsendra laga. Eftir sem áður munum við einsetja okkur að leita leiða til að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll þegar kemur að dagskrárgerðinni í kringum Söngvakeppnina – sem er í samræmi við yfirlýst markmið RÚV í þeim efnum. Öll viðleitni í þessa átt er þó ekki hafin yfir skoðun og ef hún mætir mótlæti er ekkert sjálfsagðara en að endurskoða að höfðu samráði við helstu hagsmunaaðila, tónlistarfólk og aðra sem að þátttöku í keppninni koma. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að hvetja alla höfunda til þátttöku þannig að lagavalið verði fjölbreytt og skemmtilegt. Við fögnum þeirri líflegu umræðu sem hefur skapast í samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum í kjölfar þessa máls. Hún sýnir svo um munar að landsmönnum er annt um þessa keppni og þeir vilja skýrar og réttlátar reglur. Við fögnum því einnig að okkur sé veitt aðhald, því það hvetur okkur til að gera betur, að koma hugmyndum okkar betur til skila og halda samtalinu við tónlistarfólk og áhorfendur opnu og frjóu. Þá fögnum við því ennfremur ef umræða þessi hefur vakið athygli á stöðu kvenna í tónlist í dag og mikilvægi þess að huga að jafnrétti kynjanna í þessari listgrein líkt og annars staðar í samfélaginu. Það er mikilvægt að raddir allra heyrist og við hjá RÚV viljum leita allra leiða til að stuðla að auknu jafnrétti. LIFI TÓNLISTIN! f.h. framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015, Hera Ólafsdóttir“ Eurovision Tengdar fréttir New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. „Öll lög verða áfram dæmd í „blindu lagavali“, þ.e. valnefnd fær aðeins dulnefni höfunda í hendur og veit því ekki deili á höfundum innsendra laga.“ Í tilkynningunni segir einnig að framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar muni eftir sem áður einsetja sér að leita leiða til að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll þegar kemur að dagskrárgerðinni í kringum Söngvakeppnina – sem sé í samræmi við yfirlýst markmið RÚV í þeim efnum. Ný regla sem RÚV setti fyrir undankeppni Eurovision hér á landi sagði að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum yrðu að vera með konu í höfundarteymi.Regla númer 14 í reglum Söngvakeppninnar segja: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll Óskar Hjálmtýsson var einn þeirra sem gagnrýndi orðalag reglunnar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl. Yfirlýsinguna má í heild sinni sjá hér: „Yfirlýsing vegna umræðu um kynjahlutföll í Söngvakeppninni á RÚV Á hverju ári eru reglur Söngvakeppninnar endurskoðaðar og uppfærðar. Það er nauðsynlegt til að bregðast við breyttum tímum, ábendingum frá fagfólki, félögum og áhorfendum, og af því að við viljum einfaldlega alltaf reyna að gera betur. Við lítum einnig til nágrannalanda okkar, en norrænu sjónvarpsstöðvarnar hafa í meginatriðum fylgst að í þróun á reglum og framkvæmd undankeppni Eurovision, þó svo að hvert land hafi sína sérstöðu. Eitt af því sem hefur verið áberandi í umræðu síðustu ára, bæði hérlendis og erlendis, er jafnrétti kynjanna í tónlistarsköpun og hvernig hægt er að rétta stöðu kvenna af í þeim efnum. Í ljósi þessarar umræðu má geta þess að af þeim 23 höfundum sem stóðu að baki þeim 10 lögum sem valin voru til þátttöku í síðustu keppni voru sjö konur, og þar af aðeins þrír lagahöfundar. Þegar kom að flytjendum fór hins vegar mjög nærri jöfnum kynjahlutföllum. Nágrannaþjóðir okkar hafa valið þá leið að setja á einhvers konar kynjakvóta sem miða að því að ákveðinn fjöldi laga þurfi að hafa kvenhöfund í höfundateymi sínu, mismikið þó eftir löndum. Með höfundateymi er átt við bæði laga- og textahöfunda sem eru oftast á bilinu einn til fjórir. Það er yfirlýst stefna RÚV að hafa sem jafnast kynjahlutfall í allri dagskrárgerð og er Söngvakeppnin ekki undanskilin þeim markmiðum. Þó er þetta vandmeðfarið þar sem um lagakeppni er að ræða, samkeppni sem efnt er til á ákveðnu sviði listsköpunar, auk þess sem lögin eru valin án þess að valnefnd fái að vita hverjir höfundar eru. Leið Svía var sérstaklega skoðuð, þar sem valnefnd fær uppgefið hvort kona sitji í höfundateymi eða ekki og hefur það til hliðsjónar þegar lögin eru valin. Eftir nánari skoðun var afráðið að fara ekki þá leið, en við vildum þó vekja athygli á mikilvægi þess að hafa fulltrúa beggja kynja í keppninni og að staða þeirra væri sem jöfnust. Málsgreinin var hins vegar óheppilega orðuð og hefði þurft að umorða hana eftir að lokaákvörðun um nálgun var tekin. Nú þegar hafa verið gerðar breytingar þar á, sem verða kynntar sérstaklega á heimasíðu keppninnar. Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt. Öll lög verða áfram dæmd í „blindu lagavali“, þ.e. valnefnd fær aðeins dulnefni höfunda í hendur og veit því ekki deili á höfundum innsendra laga. Eftir sem áður munum við einsetja okkur að leita leiða til að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll þegar kemur að dagskrárgerðinni í kringum Söngvakeppnina – sem er í samræmi við yfirlýst markmið RÚV í þeim efnum. Öll viðleitni í þessa átt er þó ekki hafin yfir skoðun og ef hún mætir mótlæti er ekkert sjálfsagðara en að endurskoða að höfðu samráði við helstu hagsmunaaðila, tónlistarfólk og aðra sem að þátttöku í keppninni koma. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að hvetja alla höfunda til þátttöku þannig að lagavalið verði fjölbreytt og skemmtilegt. Við fögnum þeirri líflegu umræðu sem hefur skapast í samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum í kjölfar þessa máls. Hún sýnir svo um munar að landsmönnum er annt um þessa keppni og þeir vilja skýrar og réttlátar reglur. Við fögnum því einnig að okkur sé veitt aðhald, því það hvetur okkur til að gera betur, að koma hugmyndum okkar betur til skila og halda samtalinu við tónlistarfólk og áhorfendur opnu og frjóu. Þá fögnum við því ennfremur ef umræða þessi hefur vakið athygli á stöðu kvenna í tónlist í dag og mikilvægi þess að huga að jafnrétti kynjanna í þessari listgrein líkt og annars staðar í samfélaginu. Það er mikilvægt að raddir allra heyrist og við hjá RÚV viljum leita allra leiða til að stuðla að auknu jafnrétti. LIFI TÓNLISTIN! f.h. framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015, Hera Ólafsdóttir“
Eurovision Tengdar fréttir New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53
„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33