Hvorki niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2014 14:40 Lára Rúnarsdóttir segir að það hafi komið sér mikið á óvart að fallið hafi verið frá nýrri reglu í forkeppni Eurovision. Vísir/Valli/GVA Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55
New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53
Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13
„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33