3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2014 10:37 Vísir/AP Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar. Ebóla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar.
Ebóla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira