Óttast útbreiðslu ebólu Birta Björnsdóttir skrifar 9. október 2014 20:00 Peter Piot var í teymi vísindamanna sem uppgötvaði ebóluveiruna í blóðsýni úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Þetta var árið 1976 en það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða. Piot gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Piot segist í upphafi ekki hafa óttast að ebóla myndi ná útbreiðslu en hann hafi áttað sig á því í júní að ástandið væri grafalvarlegt. „Þetta er háalvarlegur faraldur, meðal annars fyrir þær sakir hversu hátt hlutfall þeirra sem sýkjast deyja. Um 80-90% sýktra láta lífið fái þeir ekki viðeigandi meðferð,” sagði hann. Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segist óttast ólýsanlegan harmleik á alheimsvísu í kjölfarið. Undir þessar áhyggjur Piots tekur Bryndís Sigurðardóttir. „Það er hörmungarástand. Ég er sammála yfirllýsingu Alþjóða heilbrigðismálaráðuneytisins þar sem menn segja ástandið grafaalvarlegt. Ef faraldurinn heldur áfram óbreyttur verða um 20 þúsund smitaðir í lok nóvember og jafnvel milljón í lok janúar. Það eru ógnvænlegar tölur," segir Bryndís, sem er settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ebóla var meðal efnis fundar hjá velferðarnefnd Alþingis í gær þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi. Verið er að fullmanna hátt í þrjátíu manna viðbragðsteymi sem tekur til starfa ef ebólusmit kemur upp hér á landi. Þar kom meðal annars fram að hér á landi er ekki til viðunandi einangrunardeild líkt og á hinum Norðurlöndunum en að bráðalyflækningadeildin A2 í Fossvogi sé sú eina á landinu sem búin viðunandi loftræstingu. Yrði hún því notuð í breyttri mynd komi upp tilfelli af ebólu hér á landi. „Sóttvarnarlækir benti á fundinum á að milli Norðurlandanna væri samkomulag svo löndin eru skuldbundin til að aðstoða hvort annað komi til krísuástands, varðandi sjúkraflutninga og innlagnir," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á Alþingi í gær. „Það eru afar litlar líkur á því að þessi faraldur breiðist út í vestrænum löndum þar sem við höfum aðgang að sýkingavörnum og búnaði. Aðstæðurnar í Vestur-Afríku eru ólýsanlegar og aðbúnaður allur annar en sá sem við eigum að venjast. En innst inni hefur maður áhyggjur og við fylgjumst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og á Spáni,” segir Bryndís. Ebóla Tengdar fréttir Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00 Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06 3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37 SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29 Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Peter Piot var í teymi vísindamanna sem uppgötvaði ebóluveiruna í blóðsýni úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Þetta var árið 1976 en það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða. Piot gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Piot segist í upphafi ekki hafa óttast að ebóla myndi ná útbreiðslu en hann hafi áttað sig á því í júní að ástandið væri grafalvarlegt. „Þetta er háalvarlegur faraldur, meðal annars fyrir þær sakir hversu hátt hlutfall þeirra sem sýkjast deyja. Um 80-90% sýktra láta lífið fái þeir ekki viðeigandi meðferð,” sagði hann. Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segist óttast ólýsanlegan harmleik á alheimsvísu í kjölfarið. Undir þessar áhyggjur Piots tekur Bryndís Sigurðardóttir. „Það er hörmungarástand. Ég er sammála yfirllýsingu Alþjóða heilbrigðismálaráðuneytisins þar sem menn segja ástandið grafaalvarlegt. Ef faraldurinn heldur áfram óbreyttur verða um 20 þúsund smitaðir í lok nóvember og jafnvel milljón í lok janúar. Það eru ógnvænlegar tölur," segir Bryndís, sem er settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ebóla var meðal efnis fundar hjá velferðarnefnd Alþingis í gær þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi. Verið er að fullmanna hátt í þrjátíu manna viðbragðsteymi sem tekur til starfa ef ebólusmit kemur upp hér á landi. Þar kom meðal annars fram að hér á landi er ekki til viðunandi einangrunardeild líkt og á hinum Norðurlöndunum en að bráðalyflækningadeildin A2 í Fossvogi sé sú eina á landinu sem búin viðunandi loftræstingu. Yrði hún því notuð í breyttri mynd komi upp tilfelli af ebólu hér á landi. „Sóttvarnarlækir benti á fundinum á að milli Norðurlandanna væri samkomulag svo löndin eru skuldbundin til að aðstoða hvort annað komi til krísuástands, varðandi sjúkraflutninga og innlagnir," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á Alþingi í gær. „Það eru afar litlar líkur á því að þessi faraldur breiðist út í vestrænum löndum þar sem við höfum aðgang að sýkingavörnum og búnaði. Aðstæðurnar í Vestur-Afríku eru ólýsanlegar og aðbúnaður allur annar en sá sem við eigum að venjast. En innst inni hefur maður áhyggjur og við fylgjumst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og á Spáni,” segir Bryndís.
Ebóla Tengdar fréttir Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00 Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06 3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37 SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29 Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00
Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06
3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37
SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29
Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52