Heimur Ray Rice hrynur meir með hverjum degi eftir að myndband af honum að rota unnustu sína fór í birtingu á netinu.
Hann átti að koma úr leikbanni á föstudag en er kominn í ótímabundið bann í NFL-deildinni og Baltimore Ravens rak hann frá félaginu.
Nýjasta nýtt er að EA Sports hefur ákveðið að fjarlægja hlauparann úr Madden 15 leiknum sínum en hann geysilega vinsæll.
Rice verður af um 4 milljörðum króna þar sem hann er ekki lengur á samningi hjá Ravens og svo mun hann ekki fá neina styrktaraðila.
Ravens hefur boðið stuðningsmönnum Ravens að skipta út treyju Rice og fá treyju með öðrum leikmanni sér að kostnaðarlausu.
