Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 19:30 Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira