Sigurbjörn Hreiðarsson hættir sem þjálfari Hauka í 1. deild karla í knattspyrnu eftir tímabilið, en þetta staðfestir hann við fótbolti.net.
Sigurbjörn gerðist spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum fyrir tímabilið 2012 þegar ÓlafurJóhannesson tók við liðinu.
Þegar Ólafur hætti svo eftir síðasta sumar var Sigurbjörn ráðinn sem aðalþjálfari, en undir hans stjórn sitja Haukar nú í áttunda sæti með 29 stig.
„Það er allt opið hjá mér. Ég hef ekkert í hendi. Ég er fullur eldmóðs en þetta er komið gott hjá Haukum eftir þrjú mjög fín ár. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byrja að þjálfa hjá Haukum og ég mun alltaf virða það,“ segir Sigurbjörn við fótbolti.net.
Eins og Vísir greindi frá í gær er Sigurbjörn orðaður við sitt gamla félag Val, þá aftur sem aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar.
Sigurbjörn spilaði með Val frá 1992-2011 með eins árs stoppi í atvinnumennsku.
Sigurbjörn hættir að þjálfa Haukana
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn


Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn