Kristinn um rangstöðuna: Sóknarmaðurinn á að njóta vafans | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2014 15:29 Kristinn Jakobsson, dómari í leik Víkings og Stjörnunnar í gær, segir að aðstoðardómari sinn hafi látið sóknarmann Stjörnunnar njóta vafans í umdeildu atviki sem átti sér stað í gær. Undir lok leiksins komst Heiðar Ægisson einn í gegn eftir skyndisókn Stjörnnar sem vann 1-0 sigur. Alan Lowing braut á honum sem aftasti varnarmaður og uppskar því rautt spjald. Farið var yfir aðdraganda þess í Pepsi-mörkunum í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. „Samkvæmt laganna bókstaf getur leikmaður talist rangstæður þó svo að aðeins hluti líkamans er kominn yfir á vallarhelming andstæðingsins,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það á reyndar ekki við hendurnar sem teljast almennt ekki með þegar verið er að túlka rangstöðureglur.“ „En leikmaður sem er búinn að taka skref yfir miðlínunna getur talist rangstæður,“ ítrekaði hann en af myndefninu að dæma átti að dæma Heiðar rangstæðan. „Þetta einstaka atvik gerðist mjög hratt og var það mat aðstoðardómara míns að hann var ekki fyllilega viss um að leikmaðurinn hafi verið kominn yfir miðlínuna. Hann lét því sóknaraðilann njóta vafans,“ sagði Kristinn. „Dómurum er uppálagt að láta sóknaraðilann njóta vafans í slíkum tilfellum. Þannig eru einfaldlega áherslur dómaranefndar UEFA.“ Kristinn bendir þó á að stundum er ekki hægt að stóla alfarið á sjónvarpsupptökur til að skera úr um slík nákvæmisatriði. „Ég er þó ekki að tala um þetta ákveðna atvik en staðreyndin er sú að það er oft erfitt að sjá nákvæmlega gerðist út frá því sem sést í sjónvarpinu.“Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að Víkingar vilji að rauða spjaldið sem Lowing fékk verði fellt niður. „Það gengur ekki að svona augljós mistök aðstoðardómara geti haft þetta miklar afleiðingar,“ sagði Haraldur en samkvæmt knattspyrnulögum er ekki hægt að fella niður rautt spjald. Það er því ljóst að Lowing er á leið í tveggja leikja bann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum kvöldsins Þrjú mörk voru skoruð í stórleikjunum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 18. september 2014 17:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Stjarnan 0-1 | Ingvar bjargaði Garðbæingum Stórleikur Ingvars Jónssonar í marki Stjörnunnar sá til þess að Garðbæingar tylltu sér upp að hlið FH á toppi Pepsi-deildar karla. 18. september 2014 15:37 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Kristinn Jakobsson, dómari í leik Víkings og Stjörnunnar í gær, segir að aðstoðardómari sinn hafi látið sóknarmann Stjörnunnar njóta vafans í umdeildu atviki sem átti sér stað í gær. Undir lok leiksins komst Heiðar Ægisson einn í gegn eftir skyndisókn Stjörnnar sem vann 1-0 sigur. Alan Lowing braut á honum sem aftasti varnarmaður og uppskar því rautt spjald. Farið var yfir aðdraganda þess í Pepsi-mörkunum í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. „Samkvæmt laganna bókstaf getur leikmaður talist rangstæður þó svo að aðeins hluti líkamans er kominn yfir á vallarhelming andstæðingsins,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það á reyndar ekki við hendurnar sem teljast almennt ekki með þegar verið er að túlka rangstöðureglur.“ „En leikmaður sem er búinn að taka skref yfir miðlínunna getur talist rangstæður,“ ítrekaði hann en af myndefninu að dæma átti að dæma Heiðar rangstæðan. „Þetta einstaka atvik gerðist mjög hratt og var það mat aðstoðardómara míns að hann var ekki fyllilega viss um að leikmaðurinn hafi verið kominn yfir miðlínuna. Hann lét því sóknaraðilann njóta vafans,“ sagði Kristinn. „Dómurum er uppálagt að láta sóknaraðilann njóta vafans í slíkum tilfellum. Þannig eru einfaldlega áherslur dómaranefndar UEFA.“ Kristinn bendir þó á að stundum er ekki hægt að stóla alfarið á sjónvarpsupptökur til að skera úr um slík nákvæmisatriði. „Ég er þó ekki að tala um þetta ákveðna atvik en staðreyndin er sú að það er oft erfitt að sjá nákvæmlega gerðist út frá því sem sést í sjónvarpinu.“Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að Víkingar vilji að rauða spjaldið sem Lowing fékk verði fellt niður. „Það gengur ekki að svona augljós mistök aðstoðardómara geti haft þetta miklar afleiðingar,“ sagði Haraldur en samkvæmt knattspyrnulögum er ekki hægt að fella niður rautt spjald. Það er því ljóst að Lowing er á leið í tveggja leikja bann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum kvöldsins Þrjú mörk voru skoruð í stórleikjunum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 18. september 2014 17:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Stjarnan 0-1 | Ingvar bjargaði Garðbæingum Stórleikur Ingvars Jónssonar í marki Stjörnunnar sá til þess að Garðbæingar tylltu sér upp að hlið FH á toppi Pepsi-deildar karla. 18. september 2014 15:37 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Sjáðu mörkin úr leikjum kvöldsins Þrjú mörk voru skoruð í stórleikjunum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 18. september 2014 17:24
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Stjarnan 0-1 | Ingvar bjargaði Garðbæingum Stórleikur Ingvars Jónssonar í marki Stjörnunnar sá til þess að Garðbæingar tylltu sér upp að hlið FH á toppi Pepsi-deildar karla. 18. september 2014 15:37