Tveggja Skittles-poka sigur meistaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 10:30 Marshawn Lynch hleypur með boltann í endamarkið. vísir/getty Nýtt tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hófst í nótt þegar meistarar Seattle Seahawks tóku á móti Green Bay Backers, en báðum liðum er spáð góðu gengi í ár. Meistarar Seahawks sýndu af hverju Vince Lombardi-bikarinn er geymdur í Seattle þetta árið, en þeir litu fáránlega vel út og gjörsamlega straujuðu Packers-liðið, 36-16. Green Bay var yfir eftir fyrsta leikhluta, 7-3, og virtist ætla að stríða Seahawks á heimavelli, en ríkjandi meisturum hefur gengið bölvanlega að vinna í fyrsta leik nýs tímabils undanfarinn áratug. En heimamenn, með hlauparann MarshawnLynch í fantaformi, sneru taflinu við og skoraðu tvö snertimörk í öðrum leikhluta og tvö í þeim síðasta.Russell Wilson var mjög góður í nótt.vísir/gettyHin frábæra vörn liðsins datt einnig almennilega í gang og neyddi gestina meira að segja til að skora sjálfsmark í þriðja leikhluta. Það gekk flest allt upp hjá Seahawks sem virðist líklegt til þess að verja titilinn. Hlauparinn Lynch, sem fær sér gotteríið Skittles eftir hvert snertimark, gat leyft sér tvær lúkur í nótt því hann skoraði tvö snertimörk auk þess sem hann hljóp með boltann 110 metra. Stórleikur hjá manninum sem kallaður er Beast Mode.Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kláraði 19 sendingar af 28 sem skiluðu 191 kastmetrum og tveimur snertimörkum. Hinn magnaði AronRodgers, kollegi hans í Green Bay-liðinu, kláraði 23 sendingar af 33 sem skiluðu 189 metrum og einu snertimarki. Sóknarleikur Green Bay var varla til staðar þökk sé frábærri vörn heimamanna, en þeir James Starks og Eddy Lacy hlupu samtals ekki nema 71 metra í 19 tilraunum. Fyrsta leikvika heldur áfram á sunnudag og klárast aðfaranótt þriðjudags.Myndbönd frá NFL.com:Marshawn Lynch í stuðiSjálfsmark hjá Green BaySeahawks kemst inn í sendingu Rodgers NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira
Nýtt tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hófst í nótt þegar meistarar Seattle Seahawks tóku á móti Green Bay Backers, en báðum liðum er spáð góðu gengi í ár. Meistarar Seahawks sýndu af hverju Vince Lombardi-bikarinn er geymdur í Seattle þetta árið, en þeir litu fáránlega vel út og gjörsamlega straujuðu Packers-liðið, 36-16. Green Bay var yfir eftir fyrsta leikhluta, 7-3, og virtist ætla að stríða Seahawks á heimavelli, en ríkjandi meisturum hefur gengið bölvanlega að vinna í fyrsta leik nýs tímabils undanfarinn áratug. En heimamenn, með hlauparann MarshawnLynch í fantaformi, sneru taflinu við og skoraðu tvö snertimörk í öðrum leikhluta og tvö í þeim síðasta.Russell Wilson var mjög góður í nótt.vísir/gettyHin frábæra vörn liðsins datt einnig almennilega í gang og neyddi gestina meira að segja til að skora sjálfsmark í þriðja leikhluta. Það gekk flest allt upp hjá Seahawks sem virðist líklegt til þess að verja titilinn. Hlauparinn Lynch, sem fær sér gotteríið Skittles eftir hvert snertimark, gat leyft sér tvær lúkur í nótt því hann skoraði tvö snertimörk auk þess sem hann hljóp með boltann 110 metra. Stórleikur hjá manninum sem kallaður er Beast Mode.Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kláraði 19 sendingar af 28 sem skiluðu 191 kastmetrum og tveimur snertimörkum. Hinn magnaði AronRodgers, kollegi hans í Green Bay-liðinu, kláraði 23 sendingar af 33 sem skiluðu 189 metrum og einu snertimarki. Sóknarleikur Green Bay var varla til staðar þökk sé frábærri vörn heimamanna, en þeir James Starks og Eddy Lacy hlupu samtals ekki nema 71 metra í 19 tilraunum. Fyrsta leikvika heldur áfram á sunnudag og klárast aðfaranótt þriðjudags.Myndbönd frá NFL.com:Marshawn Lynch í stuðiSjálfsmark hjá Green BaySeahawks kemst inn í sendingu Rodgers
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira