Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2014 12:57 Lars Lagerbäck. vísir/getty Ísland hefur leik í undankeppni 2016 í fótbolta á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Strákarnir okkar æfðu í mígandi rigningu í Laugardalnum í morgun þar sem Vísir tók LarsLagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, tali. Hvað er það sem hann og Heimir Hallgrímsson eru búnir að vera að predika fyrir strákunum um hið firnasterka tyrkneska lið sem Lars segir sjálfur vera það næstbesta í riðlinum á eftir Hollandi. „Heimir er búinn að kynna tyrkneska liðið fyrir strákunum. Við erum búnir að fara í gegnum það hvernig þeir spila og hvernig þeir stilla upp í föstum leikatriðum,“ sagði Lagerbäck. „Við erum með allar þær upplýsingar sem við þurfum, en þetta snýst alltaf meira um það sem við ætlum að gera.“ Áhuginn er eðlilega mikill á liðinu eftir sögulega undankeppni sem lauk með grátlegu tapi í Króatíu í fyrra. Það verður líklega fullur Laugardalsvöllur á þriðjudagskvöldið og Svíinn segir það mikilvægt að byrja vel til að halda stuðningi fólksins. „Það er mikilvægt að byrja vel til að vera með fólkið á bakvið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að fá stuðning íslensku þjóðarinnar og við tökum því alvarlega að spila á heimavelli,“ sagði Lagerbäck. „Fyrir okkur sjálfa er líka bara gott að fara vel af stað. Þessi riðill er mjög erfiður, en líka mjög jafnt. Því eigum við alveg möguleika þó illa fari á þriðjudaginn.“ Síðustu undankeppni lauk í Zagreb þar sem strákunum okkar var skellt af Króötum og draumurinn um fyrsta stórmótið dó. Hvernig er að reyna að endurræsa hópinn fyrir nýja undankeppni eftir slíkt ævintýri? „Við höfum aðeins litið til baka á síðustu undankeppni en ekki mikið. Þá helst bara til að hvetja okkur áfram. Við sáum að þetta snýst alltaf um smáatriðin, sérstaklega gegn góðu liði eins og Tyrklandi. Við þurfum að spila vel í öllum tíu leikjunum til að komast áfram og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni 2016 í fótbolta á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Strákarnir okkar æfðu í mígandi rigningu í Laugardalnum í morgun þar sem Vísir tók LarsLagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, tali. Hvað er það sem hann og Heimir Hallgrímsson eru búnir að vera að predika fyrir strákunum um hið firnasterka tyrkneska lið sem Lars segir sjálfur vera það næstbesta í riðlinum á eftir Hollandi. „Heimir er búinn að kynna tyrkneska liðið fyrir strákunum. Við erum búnir að fara í gegnum það hvernig þeir spila og hvernig þeir stilla upp í föstum leikatriðum,“ sagði Lagerbäck. „Við erum með allar þær upplýsingar sem við þurfum, en þetta snýst alltaf meira um það sem við ætlum að gera.“ Áhuginn er eðlilega mikill á liðinu eftir sögulega undankeppni sem lauk með grátlegu tapi í Króatíu í fyrra. Það verður líklega fullur Laugardalsvöllur á þriðjudagskvöldið og Svíinn segir það mikilvægt að byrja vel til að halda stuðningi fólksins. „Það er mikilvægt að byrja vel til að vera með fólkið á bakvið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að fá stuðning íslensku þjóðarinnar og við tökum því alvarlega að spila á heimavelli,“ sagði Lagerbäck. „Fyrir okkur sjálfa er líka bara gott að fara vel af stað. Þessi riðill er mjög erfiður, en líka mjög jafnt. Því eigum við alveg möguleika þó illa fari á þriðjudaginn.“ Síðustu undankeppni lauk í Zagreb þar sem strákunum okkar var skellt af Króötum og draumurinn um fyrsta stórmótið dó. Hvernig er að reyna að endurræsa hópinn fyrir nýja undankeppni eftir slíkt ævintýri? „Við höfum aðeins litið til baka á síðustu undankeppni en ekki mikið. Þá helst bara til að hvetja okkur áfram. Við sáum að þetta snýst alltaf um smáatriðin, sérstaklega gegn góðu liði eins og Tyrklandi. Við þurfum að spila vel í öllum tíu leikjunum til að komast áfram og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54
Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00
Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti