Lions vann sannfærandi sigur á Giants | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2014 09:30 Joseph Fauria teygir sig eftir sendingu frá Matthew Stafford. Vísir/Getty Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira