Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 árs lið karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu og Frakklandi í tveimur síðustu leikjunum í undankeppni EM.
Leikurinn gegn Armeníu verður leikinn á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og fimm dögum seinna mætir íslenska liðið því franska í Auxerre.
Ísland er fínni stöðu í öðru sæti riðilsins, með tólf stig, sex stigum minna en topplið Frakklands. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur af liðunum í öðru sæti riðlanna tíu fara í umspil um sæti á EM sem verður haldið í Tékklandi á næsta ári.
Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson - Nordsjælland
Frederik Schram - OB
Aðrir leikmenn:
Hörður Björgvin Magnússon - Cesena
Jón Daði Böðvarsson - Viking
Guðmundur Þórarinsson - Sarpsborg 08
Emil Atlason - KR
Arnór Ingvi Traustason - Norrköping
Andri Rafn Yeoman - Breiðablik
Hólmbert Friðjónsson - Celtic
Kristján Gauti Emilsson - NEC Nijmegen
Sverrir Ingi Ingason - Viking
Brynjar Gauti Guðjónsson - ÍBV
Emil Pálsson - FH
Hjörtur Hermannsson - PSV
Orri Sigurður Ómarsson - AGF
Árni Vilhjálmsson - Breiðablik
Aron Elís Þrándarson - Víkingur
Ásgeir Eyþórsson - Fylkir
Ólafur Karl Finsen - Stjarnan
Elías Már Ómarsson - Keflavík
