Símafyrirtækið fékk leikmenn liðsins til að syngja þekkt stuðningsmannalag sem stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, syngur þegar liðið fær hornspyrnu eða aukaspyrnu á hættulegum stað.
Leikur Stjörnunnar og Inter fer fram á miðvikudaginn, en leikurinn hefst klukkan 21:00 á Laugardalsvelli. Uppselt er á leikinn, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Með því að nota kassamerkið #innmedboltann getur fólk tekið þátt í umræðunni, en myndbandið skemmtilega má sjá hér að neðan.