Davíð Þór: Nettur Dani Alves í bakverðinum þeirra Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2014 11:30 Davíð Þór eftir æfingu FH-liðsins í gær. mynd/fh-ingar.net. „Við vorum bara að klára að borða og erum að hvíla okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH, við Vísi er hann hefur það náðugt á hóteli í Borås, fimm tímum fyrir Evrópudeildarleik. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og líst Davíð Þór ágætlega á mótherjann. „Við vitum núna heilmikið um þá. Við fórum yfir leik Elfsborgar í gær og aftur í morgun. Við erum ágætlega upplýstir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott lið og verið við toppinn í Svíþjóð núna í tíu ár. Það er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta og pressa framarlega með bakverði sem koma langt fram völlinn og taka virkan þátt í sóknarleiknum. Við vitum að við munum eiga fullt í fangi með að verjast þeim.“ „Elfsborg mætir alltaf af þvílíkum krafti í leikina og vill ná marki snemma. Auðvitað vilja öll lið skora snemma, en það leggur virkilega mikla áherslu á það. Það er mikilvægt fyrir okkur að mæta klárir í slaginn.“ Davíð Þór segir lykilatriði fyrir FH í kvöld að stýra hraða leiksins eins og það gerði svo svakalega vel á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð. „Við verðum að gera það ef við ætlum að ná árangri í þessari keppni. Við gerðum það vel á móti Grodno og líka í Evrópu í fyrra. Leikurinn fer fram á gervigrasi sem þeir eru vanir að spila á þannig ef þeir fá tíma á boltann munu þeir sprengja okkur upp,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór í viðtali við FH-síðuna.mynd/fhingar.net.Hvíld, matur, fundur, leikur. Elfsborg er vissulega sigurstranglegra en FH í þessu einvígi, en Svíarnir hafa aðeins verið að minnka væntingar stuðningsmanna í aðdraganda leiksins. „Þeir eru eitthvað að reyna að tala möguleikana sína niður, en þetta er eitt af stærstu liðunum í Svíþjóð og eitt það sterkasta í dag. Þetta er alvöru klúbbur,“ segir Davíð Þór, en hvaða leikmenn ber að varast í kvöld? „Inn á miðjunni er Anders Svensson, leikjahæsti leikmaður sænska landsliðsins. Hann stýrir öllu þarna. Svo fram á við eru þeir með Dana sem er virkilega skemmtilegur og hægri bakvörðurinn, fyrirliðinn, liggur við að sé þeirra besti sóknarmaður. Það er svona nettur Dani Alves í honum. Við verðum að verjast honum og reyna svo að nýta svæðið sem myndast ef hann tekur eitthvað galið hlaup fram völlinn.“ Leikurinn fer fram klukkan 18.00 að sænskum tíma, en hvað gera FH-ingar á leikdegi í Evrópu? „Nú er bara hvíld, svo borðum við smá og tökum léttan fund. Eftir það fara menn bara að gera sig klára og svo mætum við á völlinn 90 mínútum fyrir leik. Eftir það taka bara við hlaup í 90 mínútur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Við vorum bara að klára að borða og erum að hvíla okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH, við Vísi er hann hefur það náðugt á hóteli í Borås, fimm tímum fyrir Evrópudeildarleik. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og líst Davíð Þór ágætlega á mótherjann. „Við vitum núna heilmikið um þá. Við fórum yfir leik Elfsborgar í gær og aftur í morgun. Við erum ágætlega upplýstir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott lið og verið við toppinn í Svíþjóð núna í tíu ár. Það er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta og pressa framarlega með bakverði sem koma langt fram völlinn og taka virkan þátt í sóknarleiknum. Við vitum að við munum eiga fullt í fangi með að verjast þeim.“ „Elfsborg mætir alltaf af þvílíkum krafti í leikina og vill ná marki snemma. Auðvitað vilja öll lið skora snemma, en það leggur virkilega mikla áherslu á það. Það er mikilvægt fyrir okkur að mæta klárir í slaginn.“ Davíð Þór segir lykilatriði fyrir FH í kvöld að stýra hraða leiksins eins og það gerði svo svakalega vel á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð. „Við verðum að gera það ef við ætlum að ná árangri í þessari keppni. Við gerðum það vel á móti Grodno og líka í Evrópu í fyrra. Leikurinn fer fram á gervigrasi sem þeir eru vanir að spila á þannig ef þeir fá tíma á boltann munu þeir sprengja okkur upp,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór í viðtali við FH-síðuna.mynd/fhingar.net.Hvíld, matur, fundur, leikur. Elfsborg er vissulega sigurstranglegra en FH í þessu einvígi, en Svíarnir hafa aðeins verið að minnka væntingar stuðningsmanna í aðdraganda leiksins. „Þeir eru eitthvað að reyna að tala möguleikana sína niður, en þetta er eitt af stærstu liðunum í Svíþjóð og eitt það sterkasta í dag. Þetta er alvöru klúbbur,“ segir Davíð Þór, en hvaða leikmenn ber að varast í kvöld? „Inn á miðjunni er Anders Svensson, leikjahæsti leikmaður sænska landsliðsins. Hann stýrir öllu þarna. Svo fram á við eru þeir með Dana sem er virkilega skemmtilegur og hægri bakvörðurinn, fyrirliðinn, liggur við að sé þeirra besti sóknarmaður. Það er svona nettur Dani Alves í honum. Við verðum að verjast honum og reyna svo að nýta svæðið sem myndast ef hann tekur eitthvað galið hlaup fram völlinn.“ Leikurinn fer fram klukkan 18.00 að sænskum tíma, en hvað gera FH-ingar á leikdegi í Evrópu? „Nú er bara hvíld, svo borðum við smá og tökum léttan fund. Eftir það fara menn bara að gera sig klára og svo mætum við á völlinn 90 mínútum fyrir leik. Eftir það taka bara við hlaup í 90 mínútur,“ segir Davíð Þór Viðarsson.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00