Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - ÍBV 0-1 | Eyjamenn í undanúrslit Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 7. júlí 2014 15:13 Myndir / Daníel Rúnarsson Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“ Íslenski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“
Íslenski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira