Ívar Örn Jónsson skoraði tvö stórglæsileg mörk í 3-0 sigri Víkings á BÍ/Bolungarvík í fjórðungsúrslitum Borgunarbikarkeppni karla í kvöld.
Dofri Snorrason kom Víkingum á bragðið en Ívar Örn tók svo við eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Dregið verður í undanúrslit keppninnar á morgun.
