Austurríska söngkonan gekk inn tískupallinn við lófaklapp áhorfenda í svörtum brúðarkjól með gullbryddingum. Wurst virtist ánægð með viðtökurnar en hönnuðurinn sjálfur, Gaultier, kom svo tl að deila sviðinu með henni.
Tískupekingar vilja meina að hönnuðurinn hafi nú fundið nýtt andlit fyrir tískuhúsið, Jean Paul Gaultier.
Wurst hefur verið á ferð á flugi síðan hún vann Eurovision í vor með laginu Rise Like a Phoenix. Meðal annars var hún aðalnúmerið í Gay Pride í London, kom fram í Cannes-kvikmyndahátíðinni og nú hefur tískuheimurinn tekið henni opnum örmum.

