Frábær árangur TBR í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2014 20:45 TBR-liðið fagnar sigrinum vel og innilega í dag. MYND/badmintoneurope.com TBR kom badminton-heiminum verulega á óvart í dag þegar liðið vann öruggan sigur, 5-2, á Recreativo Ies La Orden, sterku spænsku liði, í Evrópukeppni félagsliða. Keppnin fer fram í Amiens í Frakklandi en TBR tapaði fyrsta leiknum fyrir Van Zundert VELO, gríðarlega sterku liði frá Hollandi, 7-0. Tyrkneska liðið sem átti einnig að vera í riðlinum dró sig aftur á móti úr keppni. TBR fékk sigur gegn tyrkneska liðinu líkt og spænska liðið og var því um hreinan úrslitaleik að ræða hjá TBR og Recreativo í dag um hvort liðið myndi fylgja því hollenska í átta liða úrslitin.Margrét Jóhannsdóttir kom TBR í 1-0 með sigri í einliðaleik en JónasBaldursson tapaði í einliðaleik og staðan því jöfn, 1-1. TBR vann svo báða tvíliðaleikina; fyrst völtuðu Margrét og RakelJóhannesdóttir yfir sína andstæðinga, 21-8 og 21-7, og svo unnu Atli Jóhannsson og DaníelThomsen sína andstæðinga, 30-29 og 21-13. Spænska liðið minnkaði muninn í 3-1 með sigri í tvenndarleik þar sem Kristófer Darri Finsson og Rakel Jóhannesdóttir kepptu fyrir TBR. En lengra komst það ekki því Atli Jóhannesson og og SaraHögnadóttir unnu síðustu einliðaleiki dagsins og innsigluðu sigurinn, 5-2. „Það er langt síðan við komust í átta liða úrslit í Evrópukeppninni. Þetta er ungt lið sem hefur staðið sig frábærlega og það mega allir í liðinu vera stoltir af afreki sínu hérna í Amiens,“ segir SkúliSigurðsson, þjálfari TBR-liðsins, í viðtali við vef Badminton Europe. TBR á mjög erfitt verkefni fyrir höndum í átta liða úrslitum en þar mætir það Primorye Vladivostok frá Rússlandi sem talið er sigurstranglegast á mótinu. Íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
TBR kom badminton-heiminum verulega á óvart í dag þegar liðið vann öruggan sigur, 5-2, á Recreativo Ies La Orden, sterku spænsku liði, í Evrópukeppni félagsliða. Keppnin fer fram í Amiens í Frakklandi en TBR tapaði fyrsta leiknum fyrir Van Zundert VELO, gríðarlega sterku liði frá Hollandi, 7-0. Tyrkneska liðið sem átti einnig að vera í riðlinum dró sig aftur á móti úr keppni. TBR fékk sigur gegn tyrkneska liðinu líkt og spænska liðið og var því um hreinan úrslitaleik að ræða hjá TBR og Recreativo í dag um hvort liðið myndi fylgja því hollenska í átta liða úrslitin.Margrét Jóhannsdóttir kom TBR í 1-0 með sigri í einliðaleik en JónasBaldursson tapaði í einliðaleik og staðan því jöfn, 1-1. TBR vann svo báða tvíliðaleikina; fyrst völtuðu Margrét og RakelJóhannesdóttir yfir sína andstæðinga, 21-8 og 21-7, og svo unnu Atli Jóhannsson og DaníelThomsen sína andstæðinga, 30-29 og 21-13. Spænska liðið minnkaði muninn í 3-1 með sigri í tvenndarleik þar sem Kristófer Darri Finsson og Rakel Jóhannesdóttir kepptu fyrir TBR. En lengra komst það ekki því Atli Jóhannesson og og SaraHögnadóttir unnu síðustu einliðaleiki dagsins og innsigluðu sigurinn, 5-2. „Það er langt síðan við komust í átta liða úrslit í Evrópukeppninni. Þetta er ungt lið sem hefur staðið sig frábærlega og það mega allir í liðinu vera stoltir af afreki sínu hérna í Amiens,“ segir SkúliSigurðsson, þjálfari TBR-liðsins, í viðtali við vef Badminton Europe. TBR á mjög erfitt verkefni fyrir höndum í átta liða úrslitum en þar mætir það Primorye Vladivostok frá Rússlandi sem talið er sigurstranglegast á mótinu.
Íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira