ÍBV, Fram, Víkingur og Þróttur tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla.
ÍBV vann frekar óvæntan stórsigur á Val í Eyjum. Fram og Víkingur skoruðu bæði fimm mörk og unnu örugga sigra þó svo Fram hafi fengið á sig mörk undir lokin.
Eina alvöru spennan var í leik Stjörnunnar og 1. deildarliðsins Þróttar. Þar varð að framlengja leikinn og framlengingin var varla hafin er Matthew Eliason kom Þrótturum yfir og það mark dugði til sigurs.
Úrslit:
ÍBV - Valur 3-0
1-0 Magnús Már Lúðvíksson, sjm (47.), 2-0 Jon Glenn (53.), 3-0 Jon Glenn (80).
KV - Fram 3-5
0-1 Haukur Baldvinsson (6.), 1-1 Garðar Ingi Leifsson (39.), 1-2 Aron Þórður Albertsson (43.), 1-3 Alexander Már Þorláksson (63.), 1-4 Alexander Már Þorláksson (73.), 1-5 Alexander Már Þorláksson (76.), 2-5 Magnús Gíslason (83.), 3-5 Atli Jónasson (90.)
Stjarnan - Þróttur 0-1
0-1 Matthew Eliason (93.)
Víkingur R. - Fylkir 5-1
1-0 Pape Faye (7.), 2-0 Arnþór Ingi Kristinsson (11.), 3-0 Arnþór Ingi Kristinsson (22.), 3-1 Andrew Sousa (28.), 4-1 Ívar Örn Jónsson (77.), 5-1 Aron Elís Þrándarson.
