Að skapa bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi Freyja Haraldsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 30. maí 2014 12:11 Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun