Körfubolti

NBA í nótt: Auðvelt hjá San Antonio

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í nótt.
Úr leiknum í nótt. Vísir/AP
San Antonio Spurs tók í nótt 1-0 forystu gegn Oklahoma City Thunder í úrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta, 122-105.

Serge Ibaka, miðherji Oklahoma City, var fjarverandi vegna meiðsla og var hans sárt saknað í varnarleiknum. Tony Duncan skoraði 27 stig í fjarveru Ibaka og var stigahæstur í liði San Antonio.

Tony Parker átti einnig góðan leik þrátt fyrir sín meiðsli og skoraði fjórtán stig og gaf tólf stoðsendingar á 36 mínútum.

Kevin Durant (28 stig) og Russell Westbrook (25 stig) lögðu sitt af mörkum eins og venjulega en hinir þrír í byrjunarliðinu skiluðu aðeins fimm stigum, þrettán fráköstum og einni stoðsendingu samanlagt.

Ljóst er að Ibaka verður ekki meira með Oklahoma City á tímabilinu og eru því góð ráð dýr fyrir þjálfarann Scott Brooks og hans menn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×