Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:01 Kai Havertz lék allan leikinn gegn Manchester City en átti þó enga sendingu á samherja. Getty/James Gill Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. Timber reyndi alls sex sendingar í leiknum en engin þeirra skilaði sér á samherja. Havertz reyndi fimm sendingar. Um einsdæmi er að ræða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða að minnsta kosti svo langt sem gagnasafn Opta tölfræðiveitunnar nær, frá tímabilinu 2003-04. Þeir Havertz og Timber komu nefnilega ekki inn á sem varamenn heldur léku meira en 89 mínútur í leiknum. Timber var skipt af velli í uppbótartíma en Havertz kláraði leikinn. Jurrien Timber and Kai Havertz failed to complete any of their passes against Man City today 😬They're the first outfield players on record to play 89+ minutes of a Premier League match and not successfully pass to a teammate 🙃#MCIARS pic.twitter.com/Mj1IBb8e53— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2024 Arsenal var í vörn allan seinni hálfleikinn eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í blálok fyrri hálfleiks fyrir að tefja að mati dómarans Michael Oliver. Liðið var þá 2-1 yfir, þrátt fyrir að Timber og Havertz hefðu ekki átt eina sendingu á samherja. Þeir fengu svo fá tækifæri til að spila boltanum í seinni hálfleik þegar City var nánast allan tímann með boltann, en jöfnunarmark City kom þó ekki fyrr en á síðustu stundu þegar John Stones tókst að jafna metin. Silva: Aðeins annað liðið vildi spila fótbolta Bernardo Silva, miðjumaður City, var ekki hrifinn af leikstíl Arsenal og sagði eftir leik: „Það var bara eitt lið sem kom til þess að spila fótbolta. Hitt liðið kom til þess að gera eins mikið og hægt væri með leyfi dómarans, því miður. Ég er ánægður með að við skulum alltaf fara á völlinn til þess að vinna hvern einasta leik,“ sagði Silva. Arsenal var aðeins nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta gestaliðið til að fagna sigri á Etihad-leikvanginum síðan Brentford vann þar fyrir tæpum tveimur árum, í nóvember 2022. „Það er kraftaverk að við höfum getað spilað svona í 56 mínútur á Etihad-vellinum, með tíu menn. Það sem við gerðum hérna er ótrúlegt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Timber reyndi alls sex sendingar í leiknum en engin þeirra skilaði sér á samherja. Havertz reyndi fimm sendingar. Um einsdæmi er að ræða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða að minnsta kosti svo langt sem gagnasafn Opta tölfræðiveitunnar nær, frá tímabilinu 2003-04. Þeir Havertz og Timber komu nefnilega ekki inn á sem varamenn heldur léku meira en 89 mínútur í leiknum. Timber var skipt af velli í uppbótartíma en Havertz kláraði leikinn. Jurrien Timber and Kai Havertz failed to complete any of their passes against Man City today 😬They're the first outfield players on record to play 89+ minutes of a Premier League match and not successfully pass to a teammate 🙃#MCIARS pic.twitter.com/Mj1IBb8e53— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2024 Arsenal var í vörn allan seinni hálfleikinn eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í blálok fyrri hálfleiks fyrir að tefja að mati dómarans Michael Oliver. Liðið var þá 2-1 yfir, þrátt fyrir að Timber og Havertz hefðu ekki átt eina sendingu á samherja. Þeir fengu svo fá tækifæri til að spila boltanum í seinni hálfleik þegar City var nánast allan tímann með boltann, en jöfnunarmark City kom þó ekki fyrr en á síðustu stundu þegar John Stones tókst að jafna metin. Silva: Aðeins annað liðið vildi spila fótbolta Bernardo Silva, miðjumaður City, var ekki hrifinn af leikstíl Arsenal og sagði eftir leik: „Það var bara eitt lið sem kom til þess að spila fótbolta. Hitt liðið kom til þess að gera eins mikið og hægt væri með leyfi dómarans, því miður. Ég er ánægður með að við skulum alltaf fara á völlinn til þess að vinna hvern einasta leik,“ sagði Silva. Arsenal var aðeins nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta gestaliðið til að fagna sigri á Etihad-leikvanginum síðan Brentford vann þar fyrir tæpum tveimur árum, í nóvember 2022. „Það er kraftaverk að við höfum getað spilað svona í 56 mínútur á Etihad-vellinum, með tíu menn. Það sem við gerðum hérna er ótrúlegt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira