Curry var með samning til sumarsins 2026 en bætir nú við 2026-27 tímabilinu.
Hann fær enga smáupphæð fyrir þetta viðbótarár eða 62,6 milljónir Bandaríkjadala. Það gerir um 8,6 milljarða í íslenskum krónum og er meira en sum atvinnumannalið í öðrum íþróttum í Bandaríkjunum borga öllum leikmönnum sínum til samans.
Með þessu kemst Curry í fámennan hóp með þeim LeBron James og Kevin Durant. Þeir eru einu NBA leikmenn sögunnar sem hafa fengið meira en fimm hundruð milljón dala í laun á ferlinum eða meira en 69 milljarða króna.
Curry fékk fjögurra ára 215,4 milljón dala samning í ágúst 2021. Hann er orðinn 36 ára gamall og verður því 39 ára þegar samningurinn rennur út eftir þessa framlengingu.
Á sínu fimmtánda tímabili í fyrra var Curry með 26,4 stig í leik og hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota auk þess að gefa 5,1 stoðsendingu í leik. Hann hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors.
Curry varð Ólympíumeistari í fyrsta skiptið í París á dögunum en hann átti þá stórleik í bæði undanúrslitaleiknum sem og í leiknum um gullverðlaunin.
Stephen Curry will become the FIRST American team-sport pro athlete to earn over $60 MILLION in a single season 🤯
— Basketball Forever (@bballforever_) August 30, 2024
His 1 Year/$62.6M extension with the Warriors will keep him under contract through the 2026-2027 season. pic.twitter.com/UaIhBwvC2O