BBC gefur í skyn að draumur Freys gæti ræst Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 10:31 Freyr Alexandersson gerði frábæra hluti með Kortrijk í Belgíu á síðustu leiktíð. Liðið er þó áfram í fallbaráttu á þessari leiktíð. Getty/Filip Lanszweert Freyr Alexandersson gæti orðið næsti knattspyrnustjóri velska félagsins Cardiff, sem leikur í næstefstu deild Englands. Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales. Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales.
Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira