Ferðamannaborgirnar Hong Kong og Reykjavík Guðlaug Björnsdóttir skrifar 23. maí 2014 14:37 Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun