Skilum peningunum aftur til skólanna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:38 VG og félagshyggjufólk vilja að Kópavogsbær skili aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið frá leik- og grunnskólum bæjarins frá Hruni. Börnin okkar eiga það skilið! Framboðið mun leggja höfuðáherslu á að forgangsraðað verði í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Að fjárfesta í börnum er fjárfesting til framtíðar og til heilla fyrir samfélagið allt. Frá Hruni hefur verið skorin niður þjónusta við börn í leik- og grunnskólum Kópavogs á hverju ári. Á skólaárinu 2013- 2014 var því skorið niður í 6. Árið í röð til skólanna. Alls hafa verið teknar um 800 milljónir út úr skólakerfinu í Kópavogi. Börnin okkar bera ekki ábyrgð á Hruninu og bæjarfélag sem státar sig á góðri afkomu á að láta börnin njóta þess. Í grunnskólum hafa fjárveitingar verið skornar niður til forfallakennslu, til kaupa á námsefni, til foreldrasamstarfs (bekkjarkvöld og fleira), félagsstarfa, frímínútnagæslu, vettvangsferða, tækjakaupa og sérkennslu. Þar að auki hefur verið fjölgað í námshópum. Að skera niður til sérkennslu bitnar helst á þeim börnum sem síst skyldi. Slíkt er ekki neinu samfélagi til sóma. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn, veita börnunum okkar aftur þá þjónustu sem þau eiga skilið og bæta aðbúnað í skólum. Til þess að Kópavogur sé samkeppnishæfur við nágrannasveitarfélögin hvað varðar þjónustu leik- og grunnskóla þarf að hlúa vel að þessum málaflokki. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. VGF líta svo á að sveitarfélagið sé sá aðili sem er best til þess fallinn að veita þessa þjónustu, þannig að jafnræði allra barna sé tryggt. Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra til að þroskast og njóta hæfileika sinna. Það mun verða samfélaginu öllu til heilla þegar fram í sækir. Atkvæði greitt Vinstri VG og félagshyggjufólki Í Kópavogi tryggir forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
VG og félagshyggjufólk vilja að Kópavogsbær skili aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið frá leik- og grunnskólum bæjarins frá Hruni. Börnin okkar eiga það skilið! Framboðið mun leggja höfuðáherslu á að forgangsraðað verði í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Að fjárfesta í börnum er fjárfesting til framtíðar og til heilla fyrir samfélagið allt. Frá Hruni hefur verið skorin niður þjónusta við börn í leik- og grunnskólum Kópavogs á hverju ári. Á skólaárinu 2013- 2014 var því skorið niður í 6. Árið í röð til skólanna. Alls hafa verið teknar um 800 milljónir út úr skólakerfinu í Kópavogi. Börnin okkar bera ekki ábyrgð á Hruninu og bæjarfélag sem státar sig á góðri afkomu á að láta börnin njóta þess. Í grunnskólum hafa fjárveitingar verið skornar niður til forfallakennslu, til kaupa á námsefni, til foreldrasamstarfs (bekkjarkvöld og fleira), félagsstarfa, frímínútnagæslu, vettvangsferða, tækjakaupa og sérkennslu. Þar að auki hefur verið fjölgað í námshópum. Að skera niður til sérkennslu bitnar helst á þeim börnum sem síst skyldi. Slíkt er ekki neinu samfélagi til sóma. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn, veita börnunum okkar aftur þá þjónustu sem þau eiga skilið og bæta aðbúnað í skólum. Til þess að Kópavogur sé samkeppnishæfur við nágrannasveitarfélögin hvað varðar þjónustu leik- og grunnskóla þarf að hlúa vel að þessum málaflokki. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. VGF líta svo á að sveitarfélagið sé sá aðili sem er best til þess fallinn að veita þessa þjónustu, þannig að jafnræði allra barna sé tryggt. Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra til að þroskast og njóta hæfileika sinna. Það mun verða samfélaginu öllu til heilla þegar fram í sækir. Atkvæði greitt Vinstri VG og félagshyggjufólki Í Kópavogi tryggir forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar