Hvernig er staðan? Bjarni Halldór Janusson skrifar 13. maí 2014 12:52 Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun