Unnið fyrir hjóli til að hjóla vinnuna Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. maí 2014 14:54 Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun