Klúbburinn Geysir hlýtur Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Bjarki Ármannsson skrifar 13. maí 2014 19:39 Klúbburinn Geysir með verðlaunagrip sinn og ávísun. Vísir/Geysir Pollapönkarar voru verðlaunaðir fyrir boðskap sinn.Vísir/Stefán Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti þeim verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímatakmörkuð reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Kiwani-hreyfingin á Íslandi Hjálparsími Rauða KrossinsHvunndagshetjaSigurður Hallvarðsson er Hvunndagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði milljónum króna til styrktar Ljóssins við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Einnig safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni nú nýverið.Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson Hafdís Ýr Birkisdóttir„Þú bætir þessu svo bara í safnið,“ sagði forseti þegar hann rétti Ómari verðlaunagrip sinn.Vísir/StefánFrá kynslóð til kynslóðarÍ flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar hlutu Samfélagsverðlaunin Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stendur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móðurmáli sínu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Ómar Ragnarsson Gunnar Vignir GuðmundssonTil atlögu gegn fordómumÞað voru svo Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokkinum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðum boðskap til barna í textum sínum.Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Alma Rut Lindudóttir Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk og Hermann JónssonJón Stefánsson kórstjóri hefur starfað við Langholtskirkju í hálfa öld.Vísir/StefánHeiðursverðlaunHeiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimmtíu ára starfsafmæli við kirkjuna um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjölmörgum börnum og unglingum. Þess má geta að Jón hlaut Samfélagsverðlaunin í flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar árið 2011. Um verðlauninTilnefningar til Samfélagsverðlaunanna eru fengnar frá lesendum Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dómnefnd skipuðu þau Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Verkefnastjóri var Einar Skúlason. Aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna er 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ. Eurovision Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Pollapönkarar voru verðlaunaðir fyrir boðskap sinn.Vísir/Stefán Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti þeim verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímatakmörkuð reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Kiwani-hreyfingin á Íslandi Hjálparsími Rauða KrossinsHvunndagshetjaSigurður Hallvarðsson er Hvunndagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði milljónum króna til styrktar Ljóssins við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Einnig safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni nú nýverið.Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson Hafdís Ýr Birkisdóttir„Þú bætir þessu svo bara í safnið,“ sagði forseti þegar hann rétti Ómari verðlaunagrip sinn.Vísir/StefánFrá kynslóð til kynslóðarÍ flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar hlutu Samfélagsverðlaunin Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stendur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móðurmáli sínu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Ómar Ragnarsson Gunnar Vignir GuðmundssonTil atlögu gegn fordómumÞað voru svo Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokkinum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðum boðskap til barna í textum sínum.Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Alma Rut Lindudóttir Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk og Hermann JónssonJón Stefánsson kórstjóri hefur starfað við Langholtskirkju í hálfa öld.Vísir/StefánHeiðursverðlaunHeiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimmtíu ára starfsafmæli við kirkjuna um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjölmörgum börnum og unglingum. Þess má geta að Jón hlaut Samfélagsverðlaunin í flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar árið 2011. Um verðlauninTilnefningar til Samfélagsverðlaunanna eru fengnar frá lesendum Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dómnefnd skipuðu þau Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Verkefnastjóri var Einar Skúlason. Aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna er 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ.
Eurovision Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira