Klúbburinn Geysir hlýtur Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Bjarki Ármannsson skrifar 13. maí 2014 19:39 Klúbburinn Geysir með verðlaunagrip sinn og ávísun. Vísir/Geysir Pollapönkarar voru verðlaunaðir fyrir boðskap sinn.Vísir/Stefán Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti þeim verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímatakmörkuð reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Kiwani-hreyfingin á Íslandi Hjálparsími Rauða KrossinsHvunndagshetjaSigurður Hallvarðsson er Hvunndagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði milljónum króna til styrktar Ljóssins við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Einnig safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni nú nýverið.Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson Hafdís Ýr Birkisdóttir„Þú bætir þessu svo bara í safnið,“ sagði forseti þegar hann rétti Ómari verðlaunagrip sinn.Vísir/StefánFrá kynslóð til kynslóðarÍ flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar hlutu Samfélagsverðlaunin Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stendur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móðurmáli sínu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Ómar Ragnarsson Gunnar Vignir GuðmundssonTil atlögu gegn fordómumÞað voru svo Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokkinum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðum boðskap til barna í textum sínum.Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Alma Rut Lindudóttir Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk og Hermann JónssonJón Stefánsson kórstjóri hefur starfað við Langholtskirkju í hálfa öld.Vísir/StefánHeiðursverðlaunHeiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimmtíu ára starfsafmæli við kirkjuna um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjölmörgum börnum og unglingum. Þess má geta að Jón hlaut Samfélagsverðlaunin í flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar árið 2011. Um verðlauninTilnefningar til Samfélagsverðlaunanna eru fengnar frá lesendum Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dómnefnd skipuðu þau Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Verkefnastjóri var Einar Skúlason. Aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna er 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ. Eurovision Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Pollapönkarar voru verðlaunaðir fyrir boðskap sinn.Vísir/Stefán Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti þeim verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímatakmörkuð reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Kiwani-hreyfingin á Íslandi Hjálparsími Rauða KrossinsHvunndagshetjaSigurður Hallvarðsson er Hvunndagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði milljónum króna til styrktar Ljóssins við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Einnig safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni nú nýverið.Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson Hafdís Ýr Birkisdóttir„Þú bætir þessu svo bara í safnið,“ sagði forseti þegar hann rétti Ómari verðlaunagrip sinn.Vísir/StefánFrá kynslóð til kynslóðarÍ flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar hlutu Samfélagsverðlaunin Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stendur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móðurmáli sínu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Ómar Ragnarsson Gunnar Vignir GuðmundssonTil atlögu gegn fordómumÞað voru svo Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokkinum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðum boðskap til barna í textum sínum.Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Alma Rut Lindudóttir Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk og Hermann JónssonJón Stefánsson kórstjóri hefur starfað við Langholtskirkju í hálfa öld.Vísir/StefánHeiðursverðlaunHeiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimmtíu ára starfsafmæli við kirkjuna um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjölmörgum börnum og unglingum. Þess má geta að Jón hlaut Samfélagsverðlaunin í flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar árið 2011. Um verðlauninTilnefningar til Samfélagsverðlaunanna eru fengnar frá lesendum Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dómnefnd skipuðu þau Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Verkefnastjóri var Einar Skúlason. Aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna er 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ.
Eurovision Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira