Hún birti mynd af sér í eldrauðum Pollapönksgalla á Twitter í vikunni og greinilegt að mikil Eurovision-stemning er búin að myndast í ráðuneytinu.
Eygló hlakkar til kvöldsins og styður okkar menn, Pollapönk með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice.
„Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk. Þeir standa sig vel í að koma skilaboðum lagsins á framfæri eins og þegar þeir mættu í kjólum á opnunarhátíðina til að vekja athygli á kynjamisrétti.“
Pollapönk stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld en herlegheitin hefjast klukkan 19.00.
Enga fordóma. Komin í Eurovision gallann @euroreynir #12stig ;) pic.twitter.com/3qEfERvbyU
— Eygló Harðar (@EygloHardar) May 4, 2014