Körfubolti

Auðvelt hjá Miami og San Antonio í fyrsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
NBA-meistarar Miami Heat unnu þægilegar sigur á Brooklyn Nets, 107-86, í nótt í fyrsta leik liðanna í annarri umferð úrslitakeppninnar. Brooklyn vann alla fjóra leiki liðanna í deildarkeppnini en annað var uppi á teningnum í nótt.

LeBron James skoraði 22 stig fyrir Miami en ChrisBosh skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. DwayneWade bætti svo við 14 stigum fyrir heimamenn sem eru 1-0 yfir í einvíginu.

Deron Williams og Joe Johnson voru stigahæstir hjá Nets með 17 stig en Paul Pierce og KevinGarnett náðu sér engan veginn á strik. Pierce skoraði 8 stig en Garnett komst ekki á blað.

San Antonio Spurs vann svo Portland Trail Blazers, 116-92, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Portland vann Houston í fyrstu umferð á meðan Spurs lagði Dallas að velli.

Tony Parker heldur áfram að fara á kostum fyrir Spurs í úrslitakeppninni en hann skoraði 33 stig í nótt. Sömu sögu má segja um kraftframherjann LaMarcusAldridges hjá Portland en hann skoraði 32 stig og tók 14 fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×