Josefin Winther, höfundur framlags Noregs í Eurovision-söngvakeppninni í ár, bjó á Íslandi í eitt ár og spilaði körfubolta með KR. Josefine er vinkona John Grant sem samdi enska textann við lag Pollapönkaranna Enga fordóma. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við Josefin og Carl Espen sem flytur lagið hennar Silent Storm sem komst upp úr seinni undankeppninni sem fram fór í gærkvöldi.
Okkar maður í Kaupmannahöfn, Davíð Luther Sigurðarson, tók viðtalið.