Leikstjórnandi Super Bowl-meistara Seattle Seahawks, Russell Wilson, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Ashton Meem.
Þau hafa verið gift í tvö ár. Þau giftu sig skömmu áður en hann kláraði háskóla en Wilson skilur nú við hana þrem mánuðum eftir að hafa unnið Super Bowl.
Þessi tíðindi koma á óvart enda hafa þau verið par í mörg ár. Þau hjónin unnu saman að mörgum góðgerðarverkefnum og voru talin vera algjört fyrirmyndarpar.
Wilson er mjög trúaður maður og hann vitnaði í biblíuna á Twitter eftir að þessar fréttir voru staðfestar. Það var félag hans sem sendi út fréttatilkynningu um skilnaðinn sem er afar sérstakt.
Wilson skilur við eiginkonu sína

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

