NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu Ingvar Haraldsson skrifar 11. apríl 2014 17:11 Myndirnar sýna herlið Rússa við landamæri Úkraínu. Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku. Úkraína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku.
Úkraína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira