NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu Ingvar Haraldsson skrifar 11. apríl 2014 17:11 Myndirnar sýna herlið Rússa við landamæri Úkraínu. Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku. Úkraína Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku.
Úkraína Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira