NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu Ingvar Haraldsson skrifar 11. apríl 2014 17:11 Myndirnar sýna herlið Rússa við landamæri Úkraínu. Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku. Úkraína Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku.
Úkraína Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira